Erlent

Efnahagsbatinn er brothættur

Málin skeggrædd Dominique Strauss-Kahn ræðir hér við Yukio Hato­yama, forsætisráðherra Japans, í gær. Fréttablaðið/AP
Málin skeggrædd Dominique Strauss-Kahn ræðir hér við Yukio Hato­yama, forsætisráðherra Japans, í gær. Fréttablaðið/AP

Hætta er á að kreppan láti aftur á sér kræla í nýmarkaðsríkjunum dragi þau of snemma úr stuðningi við fjármálageirann. Þetta segir Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Hann sagði á blaðamannafundi í Tókíó í Japan í gær að draga yrði úr atvinnuleysi og eftirspurn að aukast í heimshagkerfinu áður en ráðlagt er að ríkisstjórnir dragi úr stuðningi sínum við fyrirtæki sem hafi lent í erfiðleikum í kreppunni.

„Efnahagsbatinn í þróuðu ríkjunum hefur verið hægur. Við verðum að fara varlega því hann er brothættur,“ sagði hann. - jab




Fleiri fréttir

Sjá meira


×