Reykjavíkurborg skapar á sjötta hundrað ársverk 2. desember 2010 15:08 Hálfur milljarður fer í endurgerð sundlaugarmannvirkja í Reykjavík Mynd: GVA Fjárfestingar- og framkvæmdaáætlun Reykjavíkurborgar næsta árs gerir ráð fyrir að 6,5 milljörðum króna verði varið til fjárfestinga. Það er umtalsverð aukning frá því sem gert var ráð fyrir í gildandi þriggja ára áætlun, en svipuð fjárhæð og á þessu ári. Með þessum áherslubreytingum er stuðlað að framkvæmdum og auknu atvinnuframboði. Framkvæmda- og eignasvið áætlar að á bilinu 530 til 580 bein ársverk geti verið að ræða, að því er kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Þá er ótalin afleidd störf. Helmingurinn í endurbætur og viðhald Rúmur helmingur áætlunarinnar, tæpir 3,3 milljarðar, eru vegna endurbóta og meiriháttar viðhaldsverka og er það í samræmi við áherslur borgarráðs sem fól Framkvæmda- og eignasviði að kanna með hvaða hætti hægt væri að flýta þeim þáttum til að efla atvinnu í borginni. Að mati Framkvæmda- og eignasviðs má líta svo á að til lengri tíma litið valdi þessar framkvæmdir ekki auknum kostnaði borgarsjóðs þar sem hvort sem er hefði þurft að ráðast í þær innan ekki langs tíma. Stærsta einstaka verkefnið af þessum toga er fyrsti áfangi við endurgerð sundlaugarmannvirkja. Í það verður varið hálfum milljarði. Nýtt torg við Hörpuna Sundlaugar, torg og annað sem forsvarsmenn borgarinnar meta að geti haft skapandi áhrif á umhverfið eru áhersluatriði á verkefnalistanum. Meðal annars verða undirbúnar endurbætur Lækjartorgs, Ingólfstorg og nýs torgs við Tónlistar- og ráðstefnuhúsið, Hörpuna. Sömu sögu er að segja af torgum, opnum svæðum og leiksvæðum í hverfum borgarinnnar. Samráð við íbúa í hverfunum um val framkvæmda og útfærslu þeirra verður aukið.Tveir skólar kláraðir Þá verður byggingaframkvæmdum við tvo stóra skóla lokið á árinu, en það eru Norðlingaskóli og Sæmundarskóli. Verkefnum er forgangsraðað í ljósi áhrifa þeirra á störf, að því er segir í tilkynningu. Framkvæmdir sem krefjast margra vinnufúsra handa verða forgangi og áhersla verður lögð á að nota íslenska framleiðslu og efnivið. Sérstaklega var horft til framkvæmda sem skapa afleidd störf að framkvæmdum loknum og hljóta þau sérstakan forgang. Næst var horft til þeirra framkvæmda sem líklegast er að leiði af sér auknar tekjur í framtíðinni á móti þeirri hækkun kostaðar sem til kemur vegna fjárfestinganna. Í þriðja flokk eru svo settar þær framkvæmdir sem leiða af sér aukinn rekstrarkostað og skapa fyrst og fremst störf meðan á framkvæmdum stendur.Samráð við íbúa Í ríkari mæli en áður verður við undirbúning framkvæmda, sérstaklega í almenningsrýmum, haft samráð við hverfaráð og íbúa um forgangsröðun verkefna og útfærslur. Þannig eru 150 milljónir áætlaðar í svokallaða ,,hverfapotta" til framkvæmda innan hverfanna. Er þeim einkum ætlað að virkja íbúa í hverfum og með þeim á að bæta ástand opinna svæða og torga í hverfum borgarinnar. Þá verður einnig gert átak í miðborginni til fegrunar en stefnt er að því að framkvæmdirnar dragi fleira fólk til miðborgarinnar og ánægjulegra verði fyrir fjölskyldu- og ferðafólk að dveljast þar. Með fyrirvara um lánsfé Gert er ráð fyrir að fjárfestingar verði að mestu leiti fjármagnaðar með lánum. Líkt og íðustu tvö ár er fjárfestingaráætlunin sett fram með fyrirvara um að lánsfé fáist á ásættanlegum kjörum. Áfram er stefnt að samvinnu við Vinnumálastofnun um átaksverkefni. Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Fjárfestingar- og framkvæmdaáætlun Reykjavíkurborgar næsta árs gerir ráð fyrir að 6,5 milljörðum króna verði varið til fjárfestinga. Það er umtalsverð aukning frá því sem gert var ráð fyrir í gildandi þriggja ára áætlun, en svipuð fjárhæð og á þessu ári. Með þessum áherslubreytingum er stuðlað að framkvæmdum og auknu atvinnuframboði. Framkvæmda- og eignasvið áætlar að á bilinu 530 til 580 bein ársverk geti verið að ræða, að því er kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Þá er ótalin afleidd störf. Helmingurinn í endurbætur og viðhald Rúmur helmingur áætlunarinnar, tæpir 3,3 milljarðar, eru vegna endurbóta og meiriháttar viðhaldsverka og er það í samræmi við áherslur borgarráðs sem fól Framkvæmda- og eignasviði að kanna með hvaða hætti hægt væri að flýta þeim þáttum til að efla atvinnu í borginni. Að mati Framkvæmda- og eignasviðs má líta svo á að til lengri tíma litið valdi þessar framkvæmdir ekki auknum kostnaði borgarsjóðs þar sem hvort sem er hefði þurft að ráðast í þær innan ekki langs tíma. Stærsta einstaka verkefnið af þessum toga er fyrsti áfangi við endurgerð sundlaugarmannvirkja. Í það verður varið hálfum milljarði. Nýtt torg við Hörpuna Sundlaugar, torg og annað sem forsvarsmenn borgarinnar meta að geti haft skapandi áhrif á umhverfið eru áhersluatriði á verkefnalistanum. Meðal annars verða undirbúnar endurbætur Lækjartorgs, Ingólfstorg og nýs torgs við Tónlistar- og ráðstefnuhúsið, Hörpuna. Sömu sögu er að segja af torgum, opnum svæðum og leiksvæðum í hverfum borgarinnnar. Samráð við íbúa í hverfunum um val framkvæmda og útfærslu þeirra verður aukið.Tveir skólar kláraðir Þá verður byggingaframkvæmdum við tvo stóra skóla lokið á árinu, en það eru Norðlingaskóli og Sæmundarskóli. Verkefnum er forgangsraðað í ljósi áhrifa þeirra á störf, að því er segir í tilkynningu. Framkvæmdir sem krefjast margra vinnufúsra handa verða forgangi og áhersla verður lögð á að nota íslenska framleiðslu og efnivið. Sérstaklega var horft til framkvæmda sem skapa afleidd störf að framkvæmdum loknum og hljóta þau sérstakan forgang. Næst var horft til þeirra framkvæmda sem líklegast er að leiði af sér auknar tekjur í framtíðinni á móti þeirri hækkun kostaðar sem til kemur vegna fjárfestinganna. Í þriðja flokk eru svo settar þær framkvæmdir sem leiða af sér aukinn rekstrarkostað og skapa fyrst og fremst störf meðan á framkvæmdum stendur.Samráð við íbúa Í ríkari mæli en áður verður við undirbúning framkvæmda, sérstaklega í almenningsrýmum, haft samráð við hverfaráð og íbúa um forgangsröðun verkefna og útfærslur. Þannig eru 150 milljónir áætlaðar í svokallaða ,,hverfapotta" til framkvæmda innan hverfanna. Er þeim einkum ætlað að virkja íbúa í hverfum og með þeim á að bæta ástand opinna svæða og torga í hverfum borgarinnar. Þá verður einnig gert átak í miðborginni til fegrunar en stefnt er að því að framkvæmdirnar dragi fleira fólk til miðborgarinnar og ánægjulegra verði fyrir fjölskyldu- og ferðafólk að dveljast þar. Með fyrirvara um lánsfé Gert er ráð fyrir að fjárfestingar verði að mestu leiti fjármagnaðar með lánum. Líkt og íðustu tvö ár er fjárfestingaráætlunin sett fram með fyrirvara um að lánsfé fáist á ásættanlegum kjörum. Áfram er stefnt að samvinnu við Vinnumálastofnun um átaksverkefni.
Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira