Fáfræði Ögmundar Jónassonar Guðmundur Reynaldsson skrifar 11. desember 2010 05:45 Í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni þann 6. desember sl. var rætt við Ögmund Jónasson dómsmálaráðherra um iðnaðarnjósnir á Íslandi. Þar sagði ráðherrann m.a. að það væri mikil breyting frá fyrri tímum búin að eiga sér stað þegar grunnþekking var öllum frjáls og til afnota, en nú væri hún farin í ríkara mæli en áður að ganga kaupum og sölum. Hann sagði að við værum að komast í kynni við nýjan heim og að stórþjóðirnar hafa átt við þetta að glíma lengi þegar þær hafa verið að "pukrast" með ýmis leyndarmál í framleiðslu t.d. uppskrift af kóka kola eða uppskrift af kjarnorkubúnaði. Þetta væri nýtt fyrir okkur. Einnig fannst Ögmundi dálítið merkilegt og "umhugsunarefni" að á 20. öldinni hafi grunnrannsóknirnar sem þá voru stundaðar af háskólum heimsins og upplýsingarnar og afurðin sem þá hafi orðið til hafi verið öllum frjáls til afnota. Síðan hafi þetta hinsvegar breyst undir lok síðustu aldar og byrjun þessarar, en þá hafi dregið úr vægi þessa og einkavæðingin og einkahagsmunir hafi færst inn eftir háskólagöngunum. Þá hafi það sem áður var afmarkað við hergangaiðnað og ýmsa framleiðslu átt við á öllum sviðum. Eftir að hafa hlustað á Ögmund er mesta umhugsunarefni fyrir höfund þessarar greinar þekkingaleysi ráðherrans á þessum málaflokki og sú tilfinning að hann sæki hugmyndir sínar til atvinnuskapar til steinaldar. Það er hægara sagt en gert að átta sig á því hvar á að byrja til að svara þessu. Ögmundur setur t.d. uppskriftina að kóka kola og uppskrift að kjarnorkubúnaði undir sama hatt, þ.e. að leyndarmál séu ekki af hinu góða. Það skal koma skýrt fram að höfundur þessarar greinar er ekki fylgjandi þróun vopna að neinni gerð. En það að segja að menn séu að "pukrast" við að halda uppskrift þessa fræga drykks leyndri í sömu andrá og kjarnorkubúnaður er vægst sagt furðulegt. Þetta svokallað "pukur" og það að vernda vörumerki þessa fræga drykks gerir fyrirtækið að einu af verðmætustu fyrirtækjum heimsins. Ef að þessi uppskrift yrði gerð aðgengileg myndi verðmat þessa fyrirtækis hrynja sem myndi m.a. hafa í för með sér minni tekjur inní bandaríska ríkiskassann og þúsundir manna myndu missa vinnuna. Hvað varðar háskólaumhverfið, þá er það oft algjört lykilatriði að sú þróun sem á sér stað innan háskólaveggjanna sé haldið leyndri vegna þess að þessi þróun getur verið uppspretta nýs sprotafyrirtækis eftir nokkur ár sem yfir lengri tíma litið skapar störf og tekjur fyrir ríkissjóð. Það sem gerir slík sprotafyrirtæki sérstök er sú tækni sem þau hafa og sú vara sem þau framleiða og selja. Þessa tækni er hægt að verja með því að sækja um einkaleyfi, en forsenda þess að hægt sé að sækja um einkaleyfi er að uppfinningin hafi ekki verið birt og gerð aðgengileg fyrir almenningi. Verðmæti slíkra hátæknifyrirtækja, sbr. Marel, byggjast meira eða minna á óáþreifanlegum verðmætum þeirra, en slík verðmæti er hægt að tryggja með t.d. einkaleyfum, vörumerkjun og hönnun. Ef ekki er séð til þess að þessari þróun sé haldið leyndri til að byrja með getur verið erfitt að tryggja þessa verðmætasköpun. Stór tekjulind margra helstu háskóla erlendis felst sem dæmi í svokölluðum leyfissamningum, en þá hafa háskólarnir sótt um einkaleyfi á ákveðinni þekkingu (t.d. aðferð eða tiltekinni vöru) og selja öðrum fyrirtækjum leyfi til að framleiða þessa vöru og setja hana á markað og fá t.d. ákveðna prósentu fyrir hverja selda vöru. Þarna er semsé komin ný tekjulind fyrir í háskólaumhverfið, sem annars þyrfti hugsanlega að koma frá ríkissjóði, sem gerir háskólann öflugri. Það að segja að þær grunnrannsóknirnar sem stundaðar voru í háskólum heimsins og upplýsingarnar og afurðin sem þá hafi orðið til hafi verið öllum frjálst til afnota á 20. öldinni getur vel átt við íslenskt háskólaumhverfi, en þetta á ekki við háskólaumhverfið utan Íslands. Í Bandaríkjunum og Þýskalandi sem dæmi hafa menn fyrir löngu áttað sig á mikilvægi þess að vernda þá þekkingu sem orðið hefur til innan háskólaveggjanna með m.a. ofangreindri aðferð, þ.e. með leyfissamningum, til að afla aukins fjármagns til kennslu og rannsókna. Þetta hefur auk þess stuðlað að aukinni sjálfbærni háskólanna og þ.a.l. sparnaðar fyrir ríkið. Ef Ögmundur Jónasson hefur áhuga og vilja til að efla íslenskt atvinnulíf eru hugmyndir eins og þær sem komu fram í umræddu viðtali í besta falli misskilningur og tímaskekkja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni þann 6. desember sl. var rætt við Ögmund Jónasson dómsmálaráðherra um iðnaðarnjósnir á Íslandi. Þar sagði ráðherrann m.a. að það væri mikil breyting frá fyrri tímum búin að eiga sér stað þegar grunnþekking var öllum frjáls og til afnota, en nú væri hún farin í ríkara mæli en áður að ganga kaupum og sölum. Hann sagði að við værum að komast í kynni við nýjan heim og að stórþjóðirnar hafa átt við þetta að glíma lengi þegar þær hafa verið að "pukrast" með ýmis leyndarmál í framleiðslu t.d. uppskrift af kóka kola eða uppskrift af kjarnorkubúnaði. Þetta væri nýtt fyrir okkur. Einnig fannst Ögmundi dálítið merkilegt og "umhugsunarefni" að á 20. öldinni hafi grunnrannsóknirnar sem þá voru stundaðar af háskólum heimsins og upplýsingarnar og afurðin sem þá hafi orðið til hafi verið öllum frjáls til afnota. Síðan hafi þetta hinsvegar breyst undir lok síðustu aldar og byrjun þessarar, en þá hafi dregið úr vægi þessa og einkavæðingin og einkahagsmunir hafi færst inn eftir háskólagöngunum. Þá hafi það sem áður var afmarkað við hergangaiðnað og ýmsa framleiðslu átt við á öllum sviðum. Eftir að hafa hlustað á Ögmund er mesta umhugsunarefni fyrir höfund þessarar greinar þekkingaleysi ráðherrans á þessum málaflokki og sú tilfinning að hann sæki hugmyndir sínar til atvinnuskapar til steinaldar. Það er hægara sagt en gert að átta sig á því hvar á að byrja til að svara þessu. Ögmundur setur t.d. uppskriftina að kóka kola og uppskrift að kjarnorkubúnaði undir sama hatt, þ.e. að leyndarmál séu ekki af hinu góða. Það skal koma skýrt fram að höfundur þessarar greinar er ekki fylgjandi þróun vopna að neinni gerð. En það að segja að menn séu að "pukrast" við að halda uppskrift þessa fræga drykks leyndri í sömu andrá og kjarnorkubúnaður er vægst sagt furðulegt. Þetta svokallað "pukur" og það að vernda vörumerki þessa fræga drykks gerir fyrirtækið að einu af verðmætustu fyrirtækjum heimsins. Ef að þessi uppskrift yrði gerð aðgengileg myndi verðmat þessa fyrirtækis hrynja sem myndi m.a. hafa í för með sér minni tekjur inní bandaríska ríkiskassann og þúsundir manna myndu missa vinnuna. Hvað varðar háskólaumhverfið, þá er það oft algjört lykilatriði að sú þróun sem á sér stað innan háskólaveggjanna sé haldið leyndri vegna þess að þessi þróun getur verið uppspretta nýs sprotafyrirtækis eftir nokkur ár sem yfir lengri tíma litið skapar störf og tekjur fyrir ríkissjóð. Það sem gerir slík sprotafyrirtæki sérstök er sú tækni sem þau hafa og sú vara sem þau framleiða og selja. Þessa tækni er hægt að verja með því að sækja um einkaleyfi, en forsenda þess að hægt sé að sækja um einkaleyfi er að uppfinningin hafi ekki verið birt og gerð aðgengileg fyrir almenningi. Verðmæti slíkra hátæknifyrirtækja, sbr. Marel, byggjast meira eða minna á óáþreifanlegum verðmætum þeirra, en slík verðmæti er hægt að tryggja með t.d. einkaleyfum, vörumerkjun og hönnun. Ef ekki er séð til þess að þessari þróun sé haldið leyndri til að byrja með getur verið erfitt að tryggja þessa verðmætasköpun. Stór tekjulind margra helstu háskóla erlendis felst sem dæmi í svokölluðum leyfissamningum, en þá hafa háskólarnir sótt um einkaleyfi á ákveðinni þekkingu (t.d. aðferð eða tiltekinni vöru) og selja öðrum fyrirtækjum leyfi til að framleiða þessa vöru og setja hana á markað og fá t.d. ákveðna prósentu fyrir hverja selda vöru. Þarna er semsé komin ný tekjulind fyrir í háskólaumhverfið, sem annars þyrfti hugsanlega að koma frá ríkissjóði, sem gerir háskólann öflugri. Það að segja að þær grunnrannsóknirnar sem stundaðar voru í háskólum heimsins og upplýsingarnar og afurðin sem þá hafi orðið til hafi verið öllum frjálst til afnota á 20. öldinni getur vel átt við íslenskt háskólaumhverfi, en þetta á ekki við háskólaumhverfið utan Íslands. Í Bandaríkjunum og Þýskalandi sem dæmi hafa menn fyrir löngu áttað sig á mikilvægi þess að vernda þá þekkingu sem orðið hefur til innan háskólaveggjanna með m.a. ofangreindri aðferð, þ.e. með leyfissamningum, til að afla aukins fjármagns til kennslu og rannsókna. Þetta hefur auk þess stuðlað að aukinni sjálfbærni háskólanna og þ.a.l. sparnaðar fyrir ríkið. Ef Ögmundur Jónasson hefur áhuga og vilja til að efla íslenskt atvinnulíf eru hugmyndir eins og þær sem komu fram í umræddu viðtali í besta falli misskilningur og tímaskekkja.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun