Ekki í mínu nafni Sigríður Guðmarsdóttir skrifar 9. júní 2010 06:00 Frumvarp um ein hjúskaparlög liggur fyrir Alþingi og hafa þinginu borist ýmsar umsagnir sem lesa má á vef þingsins. Í umsögn sinni fyrir hönd þjóðkirkjunnar telur biskup Íslands frumvarpið ganga gegn ríkjandi hjúskaparskilningi. Þar segir: „Ríki og trúfélögin hafa álitið hjónabandið heilagt og ríki jafnt sem kirkja verið skuldbundin að virða það" (bls. 2). Biskup heldur áfram: „Nú gengur ríkið fram með nýja skilgreiningu á hjúskapnum, sem byggir á hugmyndafræði sem runnin er af öðrum rótum en þeim sem trúarbrögð og siðmenning og flest ríki heims hafa hingað til viðurkennt sem viðmið" (bls.3). Ályktanir biskups um altæk viðmið hjónabandsins kalla á ýmsar spurningar. Í fyrsta lagi virðist gengið út frá því að hjónabandið á öllum tímum sé eitt og sama fyrirbrigðið. Athyglisvert er að heyra lútherskan biskup ræða um heilagleika hjónabandsins og samhengi í sögu og samtíð í ljósi þess að lútherska siðbótin hafnaði hinum rómversk-kaþólska sakramentisskilningi á 16. öld og bylti þannig viðhorfum til hjónabandsins. Íslensk hjúskaparlöggjöf er ekki ein og óbreytanleg heldur í örri þróun. Þegar ég vígðist til prests árið 1990 stóð enn í hjúskaparlögum að eigi mætti vígja „geðveikan mann eða hálfvita" í hjónaband, sem lýsir allvel fordómum samfélagsins gagnvart þeim sem áttu við geðræn vandamál eða greindarskerðingu að etja. Fátækralöggjöf 19. aldar varnaði fátæku fólki og jarðnæðislausu aðgang að hjónabandinu. Hjónabandslöggjöf á Íslandi í upphafi 21. aldar er ekki sama samfélagsstofnun og sú sem var við lýði í Rómaveldi fornkirkjunnar eða íslenskri sveit á 19. öld. Hún stendur vörð um kærleikssamband og jafnræði tveggja manneskja sem bindast hvor annarri nánum kærleiks- og kynlífsböndum og ætti engu að gilda hvort hjónaefnin eru fátæk, fráskilin, með geðraskanir, af sama eða gagnstæðu kyni. Í öðru lagi fullyrðir biskup að frumvarpið gangi gegn sameiginlegri siðmenningu og trúarbrögðum þjóða heims og sé runnin undan rótum annarlegrar hugmyndafræði. Skv. 1. Mósebók eru allar mannverur skapaðar í Guðs mynd og slík viðmið mynda ýmsa hornsteina mannréttindahugsjóna Vesturlanda um frelsi, jafnrétti og samstöðu jarðarbarna. Ég tel ein hjúskaparlög vera í rökréttu samræmi við sköpunarskilning sem gengur út frá jafnræði allra sem mannvera og kynvera. Ef hugmyndafræði einna hjúskaparlaga gengi þvert gegn viðmiðum trúarbragða og siðmenningar, eins og biskup vill vera láta, hvað segði það þá um viðmiðin? Ég er ein 90 presta og guðfræðinga sem lögðu fram stuðningstillögu við frumvarpið á Prestastefnu. Dagskrártillaga studd af öllum þremur biskupunum um að vísa málinu til biskups var lögð fram og naumlega samþykkt. Ekki var tekin afstaða til stuðningstillögunnar, en flutningsmenn drógu hana heldur ekki til baka og er hugur fjölmargra presta og guðfræðinga til frumvarpsins því skýr. Biskup Íslands víkur lauslega að tillögu hinna níutíu í umsögn sinni, þar sem rætt er um „hóp presta og guðfræðinga." Fátt minnir á vilja þessa „hóps" í umsögn biskups fyrir hönd þjóðkirkjunnar. Umsögn biskups veldur mér vonbrigðum og hann talar þar ekki í mínu nafni. Ég þakka dómsmálaráðherra fyrir vandað frumvarp og vonast til að það verði að lögum 27. júní næstkomandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Frumvarp um ein hjúskaparlög liggur fyrir Alþingi og hafa þinginu borist ýmsar umsagnir sem lesa má á vef þingsins. Í umsögn sinni fyrir hönd þjóðkirkjunnar telur biskup Íslands frumvarpið ganga gegn ríkjandi hjúskaparskilningi. Þar segir: „Ríki og trúfélögin hafa álitið hjónabandið heilagt og ríki jafnt sem kirkja verið skuldbundin að virða það" (bls. 2). Biskup heldur áfram: „Nú gengur ríkið fram með nýja skilgreiningu á hjúskapnum, sem byggir á hugmyndafræði sem runnin er af öðrum rótum en þeim sem trúarbrögð og siðmenning og flest ríki heims hafa hingað til viðurkennt sem viðmið" (bls.3). Ályktanir biskups um altæk viðmið hjónabandsins kalla á ýmsar spurningar. Í fyrsta lagi virðist gengið út frá því að hjónabandið á öllum tímum sé eitt og sama fyrirbrigðið. Athyglisvert er að heyra lútherskan biskup ræða um heilagleika hjónabandsins og samhengi í sögu og samtíð í ljósi þess að lútherska siðbótin hafnaði hinum rómversk-kaþólska sakramentisskilningi á 16. öld og bylti þannig viðhorfum til hjónabandsins. Íslensk hjúskaparlöggjöf er ekki ein og óbreytanleg heldur í örri þróun. Þegar ég vígðist til prests árið 1990 stóð enn í hjúskaparlögum að eigi mætti vígja „geðveikan mann eða hálfvita" í hjónaband, sem lýsir allvel fordómum samfélagsins gagnvart þeim sem áttu við geðræn vandamál eða greindarskerðingu að etja. Fátækralöggjöf 19. aldar varnaði fátæku fólki og jarðnæðislausu aðgang að hjónabandinu. Hjónabandslöggjöf á Íslandi í upphafi 21. aldar er ekki sama samfélagsstofnun og sú sem var við lýði í Rómaveldi fornkirkjunnar eða íslenskri sveit á 19. öld. Hún stendur vörð um kærleikssamband og jafnræði tveggja manneskja sem bindast hvor annarri nánum kærleiks- og kynlífsböndum og ætti engu að gilda hvort hjónaefnin eru fátæk, fráskilin, með geðraskanir, af sama eða gagnstæðu kyni. Í öðru lagi fullyrðir biskup að frumvarpið gangi gegn sameiginlegri siðmenningu og trúarbrögðum þjóða heims og sé runnin undan rótum annarlegrar hugmyndafræði. Skv. 1. Mósebók eru allar mannverur skapaðar í Guðs mynd og slík viðmið mynda ýmsa hornsteina mannréttindahugsjóna Vesturlanda um frelsi, jafnrétti og samstöðu jarðarbarna. Ég tel ein hjúskaparlög vera í rökréttu samræmi við sköpunarskilning sem gengur út frá jafnræði allra sem mannvera og kynvera. Ef hugmyndafræði einna hjúskaparlaga gengi þvert gegn viðmiðum trúarbragða og siðmenningar, eins og biskup vill vera láta, hvað segði það þá um viðmiðin? Ég er ein 90 presta og guðfræðinga sem lögðu fram stuðningstillögu við frumvarpið á Prestastefnu. Dagskrártillaga studd af öllum þremur biskupunum um að vísa málinu til biskups var lögð fram og naumlega samþykkt. Ekki var tekin afstaða til stuðningstillögunnar, en flutningsmenn drógu hana heldur ekki til baka og er hugur fjölmargra presta og guðfræðinga til frumvarpsins því skýr. Biskup Íslands víkur lauslega að tillögu hinna níutíu í umsögn sinni, þar sem rætt er um „hóp presta og guðfræðinga." Fátt minnir á vilja þessa „hóps" í umsögn biskups fyrir hönd þjóðkirkjunnar. Umsögn biskups veldur mér vonbrigðum og hann talar þar ekki í mínu nafni. Ég þakka dómsmálaráðherra fyrir vandað frumvarp og vonast til að það verði að lögum 27. júní næstkomandi.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun