Erlent

Sekt fyrir að drepa rottu

Óli Tynes skrifar

Breska sjónvarpsstöðin ITV hefur verið sektuð um 3000 dollara vegna rottu sem var drepin og étin í raunveruleikaþætti sem tekinn var upp í Ástralíu. Það gerir um 387 þúsund íslenskar krónur.

Þáttaröðin heitir „I am a Celebrity" og fjallar um þekkt fólk sem þarf að bjarga sér við erfiðar aðstæður gjarnan í óbyggðum.

Tveir þáttakenda drápu rottu með hnífi, matreiddu hana og átu. Annar mannanna er matreiðslumeistari.

Dýraverndarsamtök kærðu mennina og rannsókn leiddi í ljós að það leið um ein og hálf mínúta frá því rottan var fyrst stungin, þartil hún drapst.

Dómarinn taldi rottuna hafa þurft að þjást of lengi og því sjónvarpsstöðin sektuð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×