Erlent

Læknir Jacksons ákærður fyrir manndráp

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Conrad Murray var ákærður í dag. Mynd/ AFP.
Conrad Murray var ákærður í dag. Mynd/ AFP.
Dr Conrad Murray, sem var læknir Michaels Jackson, var í dag ákærður fyrir manndráp af gáleysi vegna andláts popparans. Andlát Jacksons hefur verið rakið til deyfilyfja. Murray hefur ávallt haldið fram sakleysi sínu og segist ekki hafa útvegað lyf sem hafi valdið andlátinu. Fjöldi lyfja fannst í líkama Jacksons en talið er að hið sterka deyfilyf Propofol hafi átt þar stærstan þátt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×