Erlent

Fimm létust í sprengingunni í Connecticut

Mynd/AP

Að minnsta kosti fimm létust og 12 slösuðust í kröftugri sprengingu í orkuveri í borginni Middletown í Connecticut í Bandaríkjunum síðdegis í gær. Sprengingin sem rakin er til gasleka var að sögn sjónarvotta afar öflug og heyrðist í meira en 50 kílómetra fjarlægð. Brak þeyttist marga kílómetra frá orkuverinu sem var enn í byggingu. Allt að 60 iðnaðarmenn voru að störfum í verinu þegar sprengingin varð og í fyrstu var óttast um að mun fleiri hefðu látist.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×