Erlent

Öflugur eftirskjálfti á Haítí

Talið er að allt að 200 þúsund manns hafi látið lífið í skjálftanum sem reið yfir fyrir viku.
Talið er að allt að 200 þúsund manns hafi látið lífið í skjálftanum sem reið yfir fyrir viku. MYND/AP
Mikil skelfing greip um sig þegar eftirskjálfti reið yfir Haítí á tólfta tímanum í dag. Samkvæmt bandarísku jarðfræðistofnuninni mældist skjálftinn 6,1 á Richter kvarðanum og voru upptök hans í um 56 kílómetra fjarlægð frá höfuðborginni Port au Prince. Skjálftinn sem reið yfir fyrir viku síðan með hörmulegum afleiðingum mældist 7,3 á Richter. Engar fregnir hafa borist af manntjóni af völdum eftirskjálftans en fólk þusti út á götur borgarinnar skelfingu lostið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×