Erlent

Grunaður átta manna morðingi gaf sig fram

Óli Tynes skrifar
Lögreglan leitar morðingjans.
Lögreglan leitar morðingjans.

Bandarískur maður sem talinn er hafa myrt átta manns í bænum Appomattox í Virginíu í gær hefur gefið sig fram við lögregluna án átaka.

Maðurinn hvarf til skógar eftir morðin og lögreglumenn umkringdu hann þar. Meðan á umsátrinu stóð skaut hann á lögregluþyrlu sem neyddist til að lenda með gat á eldsneytisgeymi.

Lögreglan vill lítið segja um morðin eða ástæðuna fyrir þeim. Allir hinir myrtu voru fullorðnir. Sjö þeirra fundust á einu heimili en hinn áttundi úti á götu. Ekki er ljóst hvort hinn grunaði tengist þeim á einhvern hátt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×