Erlent

Scott Brown vann sögulegan sigur

Scott Brown fagnar sigrinum.
Scott Brown fagnar sigrinum. MYND/AP

Repúblikanar unnu sögulegan sigur í gær þeghar eftirmaður öldungardeildarþingmannsins Edwards Kennedy var valinn í Massachussetts ríki, en Kennedy lést fyrir nokkrum mánuðum. Massachussetts hefur lengi verið höfuðvígi Demókrata og því kom það verulega á óvart að hinn lítt þekkti Scott Brown skyldi bera sigurorð af Mörthu Coakley sem er ráðherra í ríkisstjórn Baracks Obama forseta.

Demókratar hafa átt þetta öldungadeildarsæti í þrjátíu ár samfleytt og þykir tapið bera vitni um að róðurinn sé að þyngjast hjá Obama. Ósigurinn hefur jafnframt í för með sér að Demókratar geta ekki komið í veg fyrir málþóf í öldungadeildinni eins og þeir hafa getað hingað til sem þykja slæm tíðindi fyrir forsetann sem reynir nú að koma nýju heilbrigðisfrumvarpi í gegn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×