Erlent

Myrti átta og hélt til skógar

Lögeglumenn hafa umkringt manninn í skógi við bæinn Appomattox.
Lögeglumenn hafa umkringt manninn í skógi við bæinn Appomattox.

Byssumaður myrti átta manns í gær í bænum Appomattox í Virginíu í Bandaríkjunum. Fórnarlömbin eru öll fullorðin og voru sjö þeirra skotin í sama húsinu en það áttunda úti á götu í næsta nágrenni.

Morðinginn gengur enn laus en lögregla telur sig hafa króað hann af á skógi vöxnu svæði við bæinn. Maðurinn virðist vel vopnum búinn og skaut hann á lögregluþyrlu sem leitaði hans með þeim afleiðingum að hún neyddist til að lenda. Ekkert er vitað um hvað var þess valdandi að maðurinn gekk berserksgang.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×