Erlent

Bandaríkjamenn semji við Ísraela um landamæri Palestínu

Óli Tynes skrifar
Mahmoud Abbas forseti Palestínumanna.
Mahmoud Abbas forseti Palestínumanna.

Mahmoud Abbas forseti Palestínumanna hefur lagt til að Bandaríkjamenn taki að sér að semja við Ísraela um endanleg landamæri sjálfstæðs ríkis Palestínumanna.

Samningaviðræður Palestínumanna og Ísraela sigldu í strand fyrir ári. Abbas neitar að hefja viðræður á nýjan leik nema Ísraelar frysti allar framkvæmdir í landnemabyggðum á Vesturbakkanum. Því hafna Ísraelar.

Ráðgjafi forsetans sagði Associated Press fréttatofunni að Abbas hefði komið með þessa uppástungu á fundi í Egyptalandi fyrir nokkrum dögum. Egyptar hefðu tekið að sér að koma henni áfram til Washington.

Hvorki Bandaríkjamenn né Ísraelar hafa sagt nokkuð um tillöguna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×