Aron Kristjánsson: Vonandi hafa Pólverjarnir ekki lært of mikið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. janúar 2010 12:30 Aron Kristjánsson. Aron Kristjánsson, EM-sérfræðingur Vísis, viðurkennir að hann vonaðist við að sleppa við Frakka í undanúrslitunum en að honum lítist vel á leikinn við Pólverja um þriðja sætið í dag. „Maður var svolítið pirraður á því að við skyldum mæta Frökkunum í undanúrslitunum af því að það var eina liðið sem maður vildi losna við. Frakkar virðast vera númeri of stórir og henta okkur illa miðað við Pólverja og Króata." „Mér lýst vel á þennan leik í dag. Pólverjarnir eru með stórar skyttur sem eru með gríðarlegan skotkraft utan af velli. Varnarlega munum við stilla upp í mjög agressíva 6:0 vörn þar sem strákarnir munu koma langt út á móti Bielecki og þessum körlum." „Við þurfum að taka mjög fast á þeim, mæta þessum skyttum mjög framarlega og við þurfum í leiðinni að eyðileggja þessa flugbraut sem þeir þurfa. Við þurfum að brjóta upp leikkerfin þeirra þannig að þeir fái ekki þessar flugbrautir." „Ég held að Gummi þekki Pólverjana mjög vel frá því á Ólympíuleikunum. Þar heppnaðist taktíkin hans á móti þeim alveg frábærlega." „Það er vonandi að Pólverjarnir hafi ekki lært of mikið af þeim leik. Það er spurning sem maður spyr sig: Hversu mikið lærðu þeir af leiknum á Ólympíuleikunum og hversu stemmdir verða þeir fyrir leikinn í dag? Maður getur ímyndað sér að það sé svolítill hugur í þeim að borga fyrir það tap og reyna að ná í verðlaun hérna." „Að sama skapi hljóta íslensku strákarnir að vera hungraðir í bronspeninginn því þeir eru búnir að spila frábærlega hérna á EM. Það er vonandi að þeir nái að safna kröftum fyrir leikinn í dag og nái að klára þetta." „Mér fannst vera svolítil þreyta komin í mannskapinn á móti Frökkum í gær og það er spurning hverjir nái að laða fram sitt besta í dag." „Það eru auðvitað vonbrigði að missa af gullleiknum en ég held að menn sjái það alveg að það sé virkilega stórt fyrir Ísland að spila um þriðja sætið. Það er frábært að við séum að spila til verðlaun á EM og það væri mjög gaman ef við gætum tekið skrefið upp á við og unnið önnur verðlaun." „Með því myndum við gera okkur stöðugri í þeirri baráttu. Við höfum áður verið í undanúrslitum á EM og þar enduðum við í fjórða sæti og þannig að það væri frábært ef strákarnir næðu að stíga skrefið og taka verðlaun í dag." Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Mainoo vill fara á láni Enski boltinn Fleiri fréttir Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Sjá meira
Aron Kristjánsson, EM-sérfræðingur Vísis, viðurkennir að hann vonaðist við að sleppa við Frakka í undanúrslitunum en að honum lítist vel á leikinn við Pólverja um þriðja sætið í dag. „Maður var svolítið pirraður á því að við skyldum mæta Frökkunum í undanúrslitunum af því að það var eina liðið sem maður vildi losna við. Frakkar virðast vera númeri of stórir og henta okkur illa miðað við Pólverja og Króata." „Mér lýst vel á þennan leik í dag. Pólverjarnir eru með stórar skyttur sem eru með gríðarlegan skotkraft utan af velli. Varnarlega munum við stilla upp í mjög agressíva 6:0 vörn þar sem strákarnir munu koma langt út á móti Bielecki og þessum körlum." „Við þurfum að taka mjög fast á þeim, mæta þessum skyttum mjög framarlega og við þurfum í leiðinni að eyðileggja þessa flugbraut sem þeir þurfa. Við þurfum að brjóta upp leikkerfin þeirra þannig að þeir fái ekki þessar flugbrautir." „Ég held að Gummi þekki Pólverjana mjög vel frá því á Ólympíuleikunum. Þar heppnaðist taktíkin hans á móti þeim alveg frábærlega." „Það er vonandi að Pólverjarnir hafi ekki lært of mikið af þeim leik. Það er spurning sem maður spyr sig: Hversu mikið lærðu þeir af leiknum á Ólympíuleikunum og hversu stemmdir verða þeir fyrir leikinn í dag? Maður getur ímyndað sér að það sé svolítill hugur í þeim að borga fyrir það tap og reyna að ná í verðlaun hérna." „Að sama skapi hljóta íslensku strákarnir að vera hungraðir í bronspeninginn því þeir eru búnir að spila frábærlega hérna á EM. Það er vonandi að þeir nái að safna kröftum fyrir leikinn í dag og nái að klára þetta." „Mér fannst vera svolítil þreyta komin í mannskapinn á móti Frökkum í gær og það er spurning hverjir nái að laða fram sitt besta í dag." „Það eru auðvitað vonbrigði að missa af gullleiknum en ég held að menn sjái það alveg að það sé virkilega stórt fyrir Ísland að spila um þriðja sætið. Það er frábært að við séum að spila til verðlaun á EM og það væri mjög gaman ef við gætum tekið skrefið upp á við og unnið önnur verðlaun." „Með því myndum við gera okkur stöðugri í þeirri baráttu. Við höfum áður verið í undanúrslitum á EM og þar enduðum við í fjórða sæti og þannig að það væri frábært ef strákarnir næðu að stíga skrefið og taka verðlaun í dag."
Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Mainoo vill fara á láni Enski boltinn Fleiri fréttir Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Sjá meira