Lífið

Bannað að lyfta lóðum

Christina Hendricks. MYND/Cover Media
Christina Hendricks. MYND/Cover Media

Leikkonan Christina Hendricks hefur verið bannað að lyfta lóðum í líkamsræktinni vegna vinnunnar en hún fer með hlutverk Joan Harris í sjónarpsþáttunum Mad Men, sem sýndir eru á Stöð 2.

Christina heldur sér í formi með því að mæta í líkamsræktina þrisvar í viku en nú hefur henni verið bannað að lyfta lóðum.

Handritshöfundur þáttanna, Matthew Weiner, hefur sannfært Christinu um að hætta að lyfta þungum lóðum því hann vill ekki að hún verði vöðvastælt.

„Matt myndi klikkast ef hann sæi massaðan handlegg því hann vill ekki að neitt sé í anda ársins 2010," sagði Christina.

Christina er stolt af líkama sínum og hefur engan áhuga á að grenna sig, hvað þá létta sig. Foreldrar Christinu kenndu henni að vera stolta af því hvernig hún er vaxin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.