Erlent

Sprengjumaðurinn felur uppruna sinn

Óli Tynes skrifar
Þekkir þú þennan gervifót?
Þekkir þú þennan gervifót?

Sprengjumaðurinn í Danmörku hefur lagt töluvert á sig til þess að fela uppruna sinn. Danska lögreglan er engu nær um hver hann er eða hvaðan hann kom.

Sprengjumaðurinn er einfættur og hefur lagt á sig að slípa burt framleiðslunúmer innan úr gervifæti sínum.

Lögreglan hefur birt myndir af fætinum í von um að einhver kannist við uppruna hans. Maðurinn talar frönsku, ensku og þýsku. Einu ófölsuðu pappírarnir sem fundust á honum var belgiskt nefnskírteini.

Það var hinsvegar ekki hans eigið skírteini heldur annars manns. Danska lögreglan hefur sett sig í samband við þá belgisku til þess að reyna að hafa upp á þeim manni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×