Vettel: Ekki ástæða til að örvænta 13. september 2010 13:35 Vettel kemur inn í þjónustuhlé í lok mótsins á Monza brautinní í gær. Mynd: Getty Images Sebastian Vettel var ekki í sem bestum málum í upphafi Formúlu 1 mótsins á Monza í gær. Hann var sjötti á ráslínu, en vann sig upp í fjórða sæti með vel útfærðri og mjög óvenjulegri keppnisáætlun. Keppendum er skylt að nota tvær útgáfur af Bridgestone dekkjum og Red Bull fór þá leið að láta Vettel keyra fram að síðasta hring, áður en dekkjaskipti voru framkvæmd. Það er mjög óvenjuleg aðferð, en skilaði Vettel í fjórða sæti mótsins. Þetta þýðir að Vettel er enn í ágætis málum í stigakeppni ökumanna. Vettel er í fimmta sæti í stigamótinu og hefur því fallið niður lista frá því fyrir mótið. Mark Webber er efstur með 187 stig, Lewis Hamilton er með 182, Fernando Alonso 166, Jenson Button 165 og Vettel 163. "Ég er ánægður. Við náum að hámarka getu bílsins og það skiptir mestu. Ef við getum gert það í fimm næstu mótum, þá getum við verið stoltir, hver sem úrslitin verða", sagði Vettel í frétt á autosport.com. "Við erum á eftir, en það eru keppinautarnir sem þurfa að hafa áhyggjur og verja stigaforskotið. Við verðum að aka á fullu og ná þeim." Þrátt fyrir misjafnt gengi í mótum ársins hefur Vettel trú á því að hann geti orðið meistari. Vettel vill meina að stigagjöfin sé þannig að þrátt fyrir að hann sé á eftir, þá sé möguleikinn til staðar. "Auðvitað viljum við vera á undan, en það er ekki raunstaðan. Það eins sem við getum gert er að standa okkur eins og hérna (á Monza), sem er á ná hámarks árangri. Í dag var það fjórða sæti, kannski vinnum við næst, kannski verður það þriðja sæti í næstu tveimur. Eins lengi og við náum því, þá erum við að gera allt sem við getum." "Maður má aldrei hætta að hafa trúnna, eins og lærðist mér í fyrra og það er því ekki ástæða til að örvænta", sagði Vettel. Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Sebastian Vettel var ekki í sem bestum málum í upphafi Formúlu 1 mótsins á Monza í gær. Hann var sjötti á ráslínu, en vann sig upp í fjórða sæti með vel útfærðri og mjög óvenjulegri keppnisáætlun. Keppendum er skylt að nota tvær útgáfur af Bridgestone dekkjum og Red Bull fór þá leið að láta Vettel keyra fram að síðasta hring, áður en dekkjaskipti voru framkvæmd. Það er mjög óvenjuleg aðferð, en skilaði Vettel í fjórða sæti mótsins. Þetta þýðir að Vettel er enn í ágætis málum í stigakeppni ökumanna. Vettel er í fimmta sæti í stigamótinu og hefur því fallið niður lista frá því fyrir mótið. Mark Webber er efstur með 187 stig, Lewis Hamilton er með 182, Fernando Alonso 166, Jenson Button 165 og Vettel 163. "Ég er ánægður. Við náum að hámarka getu bílsins og það skiptir mestu. Ef við getum gert það í fimm næstu mótum, þá getum við verið stoltir, hver sem úrslitin verða", sagði Vettel í frétt á autosport.com. "Við erum á eftir, en það eru keppinautarnir sem þurfa að hafa áhyggjur og verja stigaforskotið. Við verðum að aka á fullu og ná þeim." Þrátt fyrir misjafnt gengi í mótum ársins hefur Vettel trú á því að hann geti orðið meistari. Vettel vill meina að stigagjöfin sé þannig að þrátt fyrir að hann sé á eftir, þá sé möguleikinn til staðar. "Auðvitað viljum við vera á undan, en það er ekki raunstaðan. Það eins sem við getum gert er að standa okkur eins og hérna (á Monza), sem er á ná hámarks árangri. Í dag var það fjórða sæti, kannski vinnum við næst, kannski verður það þriðja sæti í næstu tveimur. Eins lengi og við náum því, þá erum við að gera allt sem við getum." "Maður má aldrei hætta að hafa trúnna, eins og lærðist mér í fyrra og það er því ekki ástæða til að örvænta", sagði Vettel.
Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira