Nú eru tískuvikur haustsins að fara af stað og er það New York sem reið á vaðið um helgina. Verið er að sýna tískustrauma og stefnur næsta vors og sumars. Stjörnurnar flykkjast til borgarinnar til að sýna sig og sjá aðra sem og að drekka í sig tískuna.
Meðal gesta á fyrstu sýningunum var Anna Wintour, ritstjóri Vogue, á sínum stað með svörtu sólgleraugun sem alla jafna einkenna hana ásamt Blake Lively og Leighton Meester úr Gossip Girl.
Ef marka má fyrstu sýningar tískuvikunnar verða fölir og ljósir litir allsráðandi með hækkandi sól. Niðurmjóu buxurnar víkja fyrir víðum skálmum úr flæðandi efni og magabolirnir eru að læðast aftur á sjónarsviðið.





