Erlent

Nýfætt barn skilið eftir í flugvél

Óli Tynes skrifar
George Francis heilsast vel.
George Francis heilsast vel.

Öryggisverði um borð í flugvél frá Gulf Air sem var nýlent á flugvellinum í Manila á Filipseyjum brá heldur betur í brún þegar hann sá hreyfingu í svörtum ruslapoka sem átti að bera út úr flugvélinni.

Hann kíkti ofan í pokann og sá þar nýfæddan dreng. Drengurinn var drifinn á sjúkrahús þar sem hann var þrifinn og hlúð að honum.

Hann er við bestu heilsu þrátt fyrir slæma meðferð. Vélin var að koma frá Miðausturlöndum en þar vinnur mikill fjöldi Filipseyinga.

Giskað er á að móðirin sé þeirra á meðal en hennar er nú leitað. Hvorki áhöfn né farþegar urðu varir við fæðinguna.

Einkennisstafir Gulf Air eru GF og hefur drengurinn verið nefndur George Francis til bráðabirgða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×