Tilfellin erfið þegar aflima þarf í rústum 4. mars 2010 04:00 Í endurhæfingu Konan sem hér sést missti eignmann sinn í skjálftanum sem skók Kína í maí 2008. Hún sat föst í rústum og missti mátt í báðum fótum, en lærir nú að ganga á ný með hjálp stoðtækja frá Össuri. Mynd/Össur Fulltrúar íslenskra stjórnvalda og fyrirtækja ferðast nú um Sichuan-fylki í suðvestur Kína til að fylgja eftir samstarfi Íslendinga og Kínverja við uppbyggingu á jarðskjálftasvæðum. Jarðskjálfti sem nam átta á Richter reið yfir í Kína í maíbyrjun 2008 með þeim afleiðingum að tugþúsundir létust og milljónir misstu heimili sín. Sendinefndin heimsótti í gær endurhæfingarmiðstöð í Chengdu, höfuðborg fylkisins, en þar hefur stoðtækjafyrirtækið Össur starfað með góðgerðasamtökunum Stand Tall frá Hong Kong. Að sögn Árna Alvars Arasonar, framkvæmdastjóra Össurar í Asíu, hafa þegar um 300 manns fengið þar meðferð. Um er að ræða fólk sem slasaðist mikið, eða missti útlimi. Árni er jafnframt formaður Íslenska viðskiptaráðsins í Kína. Árni Almar segir Össur hafa allmikla reynslu af hjálparstarfi á jarðskjálftasvæðum, en þar sé oft unnið við afar erfiðar aðstæður. „Oft eru þetta einstaklingar sem missa útlimi við erfiðar aðstæður. Þannig getur verið um að ræða fólk sem þarf að aflima í sjálfum rústunum til að bjarga því. Í slíkum tilvikum er endurhæfingin erfið og getur tekið langan tíma." Að sögn Árna Alvars er fjármagn sjaldnast erfiðasti hjallinn við hjálparstarf eftir hamfarir líkar þeim sem yfir gengu í Kína, heldur framkvæmdin og að finna rétta samstarfsaðilann. „Í byrjun eru margir boðnir og búnir, en vandinn eykst þegar kemur að eftirfylgninni," segir hann, en Össur komst í samband við lækna í Hong Kong sem ákváðu að fara af stað með hjálparstarf undir heitinu Stand Tall. „Og þeir ætla sér raunar stærri hluti í að færa þekkingu til Chengdu og byggja endurhæfingarspítala. Áskorunin er að tryggja eftirfylgni og aðgang að vörum til lengri tíma." Árni Alvar segir að starfsfólk Össurar hafi verið í Chengdu og unnið með fólki á staðnum, meðal annars við þjálfun í um fimm mánaða skeið á meðan verkefninu var komið á legg. Hann segir þetta þó ekki góðgerðastarf af hálfu Össurar nema í bland, því fyrirtækið selji framleiðsluvörur sínar. „En það er hins vegar töluverð ákvörðun að fara af stað í svona aðstæðum því leggja þarf meira í þjálfun en venjulega er gert." Þá segir hann Össur í raun starfa utan þess markaðssvæðis sem áhersla er lögð á í svona verkefni, en auk samstarfsins við Stand Tall þá hefur Össur einnig hafið samstarf við Rauða krossinn í Hong Kong. olikr@frettabladid.is Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Tengist ekki skuggaflota Rússlands: Óskar eftir undanþágu vegna viðskiptaþvingana Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Sjá meira
Fulltrúar íslenskra stjórnvalda og fyrirtækja ferðast nú um Sichuan-fylki í suðvestur Kína til að fylgja eftir samstarfi Íslendinga og Kínverja við uppbyggingu á jarðskjálftasvæðum. Jarðskjálfti sem nam átta á Richter reið yfir í Kína í maíbyrjun 2008 með þeim afleiðingum að tugþúsundir létust og milljónir misstu heimili sín. Sendinefndin heimsótti í gær endurhæfingarmiðstöð í Chengdu, höfuðborg fylkisins, en þar hefur stoðtækjafyrirtækið Össur starfað með góðgerðasamtökunum Stand Tall frá Hong Kong. Að sögn Árna Alvars Arasonar, framkvæmdastjóra Össurar í Asíu, hafa þegar um 300 manns fengið þar meðferð. Um er að ræða fólk sem slasaðist mikið, eða missti útlimi. Árni er jafnframt formaður Íslenska viðskiptaráðsins í Kína. Árni Almar segir Össur hafa allmikla reynslu af hjálparstarfi á jarðskjálftasvæðum, en þar sé oft unnið við afar erfiðar aðstæður. „Oft eru þetta einstaklingar sem missa útlimi við erfiðar aðstæður. Þannig getur verið um að ræða fólk sem þarf að aflima í sjálfum rústunum til að bjarga því. Í slíkum tilvikum er endurhæfingin erfið og getur tekið langan tíma." Að sögn Árna Alvars er fjármagn sjaldnast erfiðasti hjallinn við hjálparstarf eftir hamfarir líkar þeim sem yfir gengu í Kína, heldur framkvæmdin og að finna rétta samstarfsaðilann. „Í byrjun eru margir boðnir og búnir, en vandinn eykst þegar kemur að eftirfylgninni," segir hann, en Össur komst í samband við lækna í Hong Kong sem ákváðu að fara af stað með hjálparstarf undir heitinu Stand Tall. „Og þeir ætla sér raunar stærri hluti í að færa þekkingu til Chengdu og byggja endurhæfingarspítala. Áskorunin er að tryggja eftirfylgni og aðgang að vörum til lengri tíma." Árni Alvar segir að starfsfólk Össurar hafi verið í Chengdu og unnið með fólki á staðnum, meðal annars við þjálfun í um fimm mánaða skeið á meðan verkefninu var komið á legg. Hann segir þetta þó ekki góðgerðastarf af hálfu Össurar nema í bland, því fyrirtækið selji framleiðsluvörur sínar. „En það er hins vegar töluverð ákvörðun að fara af stað í svona aðstæðum því leggja þarf meira í þjálfun en venjulega er gert." Þá segir hann Össur í raun starfa utan þess markaðssvæðis sem áhersla er lögð á í svona verkefni, en auk samstarfsins við Stand Tall þá hefur Össur einnig hafið samstarf við Rauða krossinn í Hong Kong. olikr@frettabladid.is
Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Tengist ekki skuggaflota Rússlands: Óskar eftir undanþágu vegna viðskiptaþvingana Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Sjá meira