Button vill skýra mynd á reglurnar 9. september 2010 15:50 Jenson Button á blaðamannafundi í Monza í dag. Mynd: Getty Images Heimsmeistarinn Jenson Button hjá McLaren telur að FIA verði að endurskoða reglur um liðsskipanir hratt og örugglega, eftir að hafa birt lokaniðurstöðuna um brot Ferrari í þýska kappakstrinum á dögunum. Ferrari var dæmt í fjársekt, en slapp við frekari refsingu. Dómarar í þýska kappakstrinum töldu að Ferrari hefði látið Felipe Massa hleypa Fernando Alonso framúr sér í mótinu, sem er brot á banni bið liðsskipunum. FIA tók málið fyrir í gær og refsaði liðinu ekki umfram 100.000 dala sekt sem liðið var dæmt í á mótsstað. "Það er ekki undir okkur ökumönnum komið hvernig þessi mála fara, heldur FIA sem stjórnar mótum. En það er mikilvægt að við fáum skýra mynd á reglurnar, þannig að við séum allir að vinna með sömu aðferðum", sagði Button um niðurstöðu FIA frá því í gær í frétt á autosport.com. Button er meðal fimm ökumanna í slag um meistaratitilinn og 35 stigum á eftir liðsfélaga sínum Lewis Hamilton. Sex mót eru eftir og næsta keppni á Monza brautinni á Ítalíu um næstu helgi. Þrátt fyrir að vera nokkuð á eftir, þá telur Button að hann eigi enn möguleika á titlinum. "Þetta getur auðveldlega snúist. Forystumaðurinn þarf að ganga illa í einu móti, en það er nauðsynlegt að stefna á sigur í hverju móti sem eftir er. Þetta er aldrei búið fyrir öll stigin hafa verið tekinn til greina og þetta er galopið ennþá." "Ég tel að við séum í sterkri stöðu og bíllinn virkar vel og var fljótastur á Spa brautinni. Ég er mjög jákvæður fyrir endasprettinn og hræðumst ekki neitt", sagði Button meðal annars í viðtalinu á autosport.com. Mótið á Monza er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport um helgina. Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Valur - Tindastóll | Stólarnir nýlentir og Valsmenn bíða í ofvæni Körfubolti „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Heimsmeistarinn Jenson Button hjá McLaren telur að FIA verði að endurskoða reglur um liðsskipanir hratt og örugglega, eftir að hafa birt lokaniðurstöðuna um brot Ferrari í þýska kappakstrinum á dögunum. Ferrari var dæmt í fjársekt, en slapp við frekari refsingu. Dómarar í þýska kappakstrinum töldu að Ferrari hefði látið Felipe Massa hleypa Fernando Alonso framúr sér í mótinu, sem er brot á banni bið liðsskipunum. FIA tók málið fyrir í gær og refsaði liðinu ekki umfram 100.000 dala sekt sem liðið var dæmt í á mótsstað. "Það er ekki undir okkur ökumönnum komið hvernig þessi mála fara, heldur FIA sem stjórnar mótum. En það er mikilvægt að við fáum skýra mynd á reglurnar, þannig að við séum allir að vinna með sömu aðferðum", sagði Button um niðurstöðu FIA frá því í gær í frétt á autosport.com. Button er meðal fimm ökumanna í slag um meistaratitilinn og 35 stigum á eftir liðsfélaga sínum Lewis Hamilton. Sex mót eru eftir og næsta keppni á Monza brautinni á Ítalíu um næstu helgi. Þrátt fyrir að vera nokkuð á eftir, þá telur Button að hann eigi enn möguleika á titlinum. "Þetta getur auðveldlega snúist. Forystumaðurinn þarf að ganga illa í einu móti, en það er nauðsynlegt að stefna á sigur í hverju móti sem eftir er. Þetta er aldrei búið fyrir öll stigin hafa verið tekinn til greina og þetta er galopið ennþá." "Ég tel að við séum í sterkri stöðu og bíllinn virkar vel og var fljótastur á Spa brautinni. Ég er mjög jákvæður fyrir endasprettinn og hræðumst ekki neitt", sagði Button meðal annars í viðtalinu á autosport.com. Mótið á Monza er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport um helgina.
Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Valur - Tindastóll | Stólarnir nýlentir og Valsmenn bíða í ofvæni Körfubolti „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira