Á að vera gaman í bíó 9. september 2010 06:00 Bragi Þór Hinriksson kveðst vera mikill kvikmyndanjörður en fjölmargar vísanir í þekktar kvikmyndir er að finna í Algjörum Sveppa-myndunum tveim.Fréttablaðið/Valli Bragi Þór Hinriksson er sannkallaður kvikmynda-njörður. Þegar hann var níu ára sá hann Indiana Jones á Akureyri og eftir það varð ekki aftur snúið. Hann frumsýnir í dag fyrstu íslensku þrívíddarkvikmyndina, Algjör Sveppi og dularfulla hótelherbergið. „Það er óðs manns æði að gera íslenska þrívíddarmynd. Ég myndi ekki mæla með því fyrir nokkurn mann. Þetta er vesen en alveg ótrúlega gaman,“ segir Bragi Þór Hinriksson kvikmyndaleikstjóri. Í dag mun eiga sér stað sögulegur viðburður þegar fyrsta íslenska þrívíddarkvikmyndin verður frumsýnd, Algjör Sveppi og dularfulla hótelherbergið. Þrívíddartæknin hefur tröllriðið bandarískum kvikmyndaiðnaði eftir að Avatar James Cameron feykti öllum miðasölumetum um koll og nú er komið að Íslandi. Bragi segir þetta vissulega vera dýrt en þeir félagar fjárfestu í þrívíddarbúnaði fyrir sex milljónir. „Við ákváðum bara að láta slag standa eftir að hafa kannað málið. Þetta er auðvitað engin Avatar-þrívídd en engu að síður mjög fín.“ Bragi segir ekki ákveðið hvað verði um þennan búnað, hann vonast til að hann verði nýttur fyrir íslenska kvikmyndagerð enda áhugaverður kostur fyrir auglýsinga- og stuttmyndagerð. Leikstjórinn viðurkennir að Avatar-æðið hafi kveikt í honum. „Það kom síðan Breti á vegum Nýherja og hélt námskeið um þrívídd. Ég fór á það, fékk aðeins að þreifa á þessu og hringdi síðan í Sverri Þór og sagði honum að þetta væri eitthvað sem við gætum auðveldlega gert.“ Og þar með fór boltinn að rúlla. Félagarnir fjárfestu í græjunum og æfðu sig síðan í heilan mánuð. „Við vorum alveg tilbúnir þegar að stóra tökudeginum kom.“ Eins og flestir hafa eflaust tekið eftir eru fjölmargar tilvísanir í þekktar kvikmyndir í Algjörum Sveppa-myndunum tveim. Og Bragi fer ekkert í felur með að hann sé algjör kvikmyndanjörður. „Ég hef alltaf haft áhuga á kvikmyndum, alveg frá því að ég sá Indiana Jones, níu ára gamall. Það bara gerðist eitthvað þá. Mér hefur alltaf fundist að fólk eigi að hafa gaman í bíó.“ freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Lífið Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Lífið Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Fékk „karlrembu, transfóbíu og rasisma“ í flasið á skurðstofunni Lífið Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Catherine O'Hara er látin Lífið Fleiri fréttir Fékk „karlrembu, transfóbíu og rasisma“ í flasið á skurðstofunni Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Sjá meira
Bragi Þór Hinriksson er sannkallaður kvikmynda-njörður. Þegar hann var níu ára sá hann Indiana Jones á Akureyri og eftir það varð ekki aftur snúið. Hann frumsýnir í dag fyrstu íslensku þrívíddarkvikmyndina, Algjör Sveppi og dularfulla hótelherbergið. „Það er óðs manns æði að gera íslenska þrívíddarmynd. Ég myndi ekki mæla með því fyrir nokkurn mann. Þetta er vesen en alveg ótrúlega gaman,“ segir Bragi Þór Hinriksson kvikmyndaleikstjóri. Í dag mun eiga sér stað sögulegur viðburður þegar fyrsta íslenska þrívíddarkvikmyndin verður frumsýnd, Algjör Sveppi og dularfulla hótelherbergið. Þrívíddartæknin hefur tröllriðið bandarískum kvikmyndaiðnaði eftir að Avatar James Cameron feykti öllum miðasölumetum um koll og nú er komið að Íslandi. Bragi segir þetta vissulega vera dýrt en þeir félagar fjárfestu í þrívíddarbúnaði fyrir sex milljónir. „Við ákváðum bara að láta slag standa eftir að hafa kannað málið. Þetta er auðvitað engin Avatar-þrívídd en engu að síður mjög fín.“ Bragi segir ekki ákveðið hvað verði um þennan búnað, hann vonast til að hann verði nýttur fyrir íslenska kvikmyndagerð enda áhugaverður kostur fyrir auglýsinga- og stuttmyndagerð. Leikstjórinn viðurkennir að Avatar-æðið hafi kveikt í honum. „Það kom síðan Breti á vegum Nýherja og hélt námskeið um þrívídd. Ég fór á það, fékk aðeins að þreifa á þessu og hringdi síðan í Sverri Þór og sagði honum að þetta væri eitthvað sem við gætum auðveldlega gert.“ Og þar með fór boltinn að rúlla. Félagarnir fjárfestu í græjunum og æfðu sig síðan í heilan mánuð. „Við vorum alveg tilbúnir þegar að stóra tökudeginum kom.“ Eins og flestir hafa eflaust tekið eftir eru fjölmargar tilvísanir í þekktar kvikmyndir í Algjörum Sveppa-myndunum tveim. Og Bragi fer ekkert í felur með að hann sé algjör kvikmyndanjörður. „Ég hef alltaf haft áhuga á kvikmyndum, alveg frá því að ég sá Indiana Jones, níu ára gamall. Það bara gerðist eitthvað þá. Mér hefur alltaf fundist að fólk eigi að hafa gaman í bíó.“ freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Lífið Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Lífið Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Fékk „karlrembu, transfóbíu og rasisma“ í flasið á skurðstofunni Lífið Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Catherine O'Hara er látin Lífið Fleiri fréttir Fékk „karlrembu, transfóbíu og rasisma“ í flasið á skurðstofunni Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Sjá meira