Erlent

Hættur við að brenna Kóraninn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Terry Jones er hættur við að brenna Kóraninn. Mynd/ AFP.
Terry Jones er hættur við að brenna Kóraninn. Mynd/ AFP.
Terry Jones, presturinn sem hugðist brenna Kóraninn, höfuðrit islams, á laugardaginn er hættur við áform sín. Þetta kemur fram á fréttavef USA Today.

Mönnum var brugðið þegar að Jones tilkynnti áform sín. Yfirmenn bandaríkjahers óttuðust að hermönnum í Afganistan yrði sköpuð ógn með þessu. Fulltrúar FBI, alríkislögreglunnar í Bandaríkjunum, vöruðu Jones við og sjálfur Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, lýsti áhyggjum sínum af þessu.

Á laugardaginn er 11. september. Þá eru liðin níu ár frá því að ráðist var á Tvíburaturnana í New York og varnarmálaráðuneytið í Pentagon með þeim afleiðingum að þúsundir óbreyttra borgara fórust.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×