Erlent

Clinton líkir ástandinu í Mexíkó við borgarastríð

Hillary Clinton utanríkisráðherra Bandaríkjanna líkir ástandinu í Mexíkó við borgarstríð eða uppreisn.

Á Clinton þar við fíkniefnastríð yfirvalda í Mexíkó gegn skipulögðum glæpasamtökum. Samkvæmt frétt um málið á CNN lét Clinton þessi orð falla á fundi um utanríkismál í Washington. Líkti Clinton ástandinu í Mexíkó við ófremdarástandið sem ríkti í Kólombíu fyrir 20 árum síðan.

Ummæli Clinton hafa vakið hörð viðbrögð hjá stjórnvöldum í Mexíkó og segir talsmaður þeirra að Clinton meti stöðuna ekki rétt þótt vissulega séu umsvif fíkniefnagengja mikil í Mexíkó.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×