Erlent

Forvarnagildið er marklaust

Vegna þess hve ríkið auglýsir grimmt verður ekkert úr forvarnagildi ríkiseinokunar.
Nordicphotos/AFP
Vegna þess hve ríkið auglýsir grimmt verður ekkert úr forvarnagildi ríkiseinokunar. Nordicphotos/AFP
Ríkiseinokun á nokkrum tegundum happdrættis, sem tíðkast hefur lengi í Þýskalandi, stenst ekki lög Evrópusambandsins samkvæmt úrskurði Evrópudómstólsins.

Um er að ræða lottó, getraunir og fleiri happdrætti, sem áratugum saman hafa notið mikilla vinsælda í Þýskalandi. Til þess að vernda spilafíkla var ákveðið að einungis hið opinbera gæti starfrækt þessa starfsemi.

Rök dómstólsins eru þau að forvarnagildið, sem er réttlæting þessa fyrirkomulags í Þýskalandi, standist enga skoðun vegna þess að ríkishappdrættið er auglýst grimmilega í Þýskalandi.

Dómstóllinn bendir einnig á að einkaaðilar hafi fengið leyfi til að starfrækja gríðarlegan fjölda af spilakössum víðs vegar um land. „Undir þessum kringumstæðum er ekki lengur hægt að ná forvarnatilgangi einkaréttarins, þannig að ekki er lengur hægt að réttlæta einokunina,“ segir í úrskurði dómstólsins.- gb



Fleiri fréttir

Sjá meira


×