Erlent

Castro gefst upp á kommúnisma

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fidel Castro segir að kommúnisminn hafi ekki gengið upp á Kúbu.
Fidel Castro segir að kommúnisminn hafi ekki gengið upp á Kúbu.
Fidel Castro, fyrrverandi forseti Kúbu, segir að marxíska hagfræðilíkanið virki ekki. Ekki einu sinni fyrir Kúbu. Þetta kemur fram á fréttavef Gurdian.

Castro var í notalegum kvöldverði með blaðamanni að snæða salat og fisk, sem að hann skolaði niður með rauðvinsglasi þegar að hann játaði. „Kúbverska líkanið virkar ekki einu sinni fyrir okkur lengur," sagði hann.

Ummælin hafa komið mörgum í opna skjöldu enda hefur Castro hingað til verið álitinn einn af holdgervingum kommúnismans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×