Erlent

Danny Boyle og Stephen Daldry stýra opnunarhátíðinni

Danny Boyle (til vinstri) og Stephen Daldry (til hægri) sjást hér með Sebastian Coe formanni undirbúningsnefndarinnar.
Danny Boyle (til vinstri) og Stephen Daldry (til hægri) sjást hér með Sebastian Coe formanni undirbúningsnefndarinnar.
Bresku leikstjórarnir Danny Boyle og Stephen Daldry hafa verið ráðnir sem listrænir stjórnendur opnunarhátíðar Ólympíuleikanna í London 2012. Daldry var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir kvikmyndirnar Billy Elliot, The Hours og The Reader - og Boyle leikstýrði Slumdog Millionaire sem hlaut átta Óskarsverðlaun fyrir tveimur árum. Boyle segist ekki hafa getað hafnað boðinu og líti fullur tilhlökkunar til næstu tveggja ára. Daldry og Boyle fá 40 milljónir punda eða 7,6 milljarða króna til ráðstöfunar vegna opnunarhátíðarinnar.

Danny Boyle (til vinstri) og Stephen Daldry (til hægri) sjást hér með Sebastian Coe formanni undirbúningsnefndarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×