Erlent

Blúsbræðurnir fá blessun kaþólikka

Blúsbræðurnir voru ansi svalir.
Blúsbræðurnir voru ansi svalir.

Kvikmyndin Blúsbræðurnir (Blues Brothers) hefur hlotið náð og blessun Vatíkansins fyrir traust og kristileg gildi samkvæmt opinberu dagblaði Vatíkansins. Þar með er kvikmyndin komin í hóp kristilegra meistaraverka eins og The Ten Commandments, Jesus of Nazareth, og jólahugvekjunnar, It's a Wonderful Life.

Það voru grínistarnir Dan Akroyd og John Belushi, sem nú er látinn, sem léku bræðurna Jake og Elwood Blues í myndinni. Þeir hafa lifað lífi glæpamanna þar til þeir finna út að kaþólska upptökuheimilið sem þeir ólust upp á er fjárþurfi. Upprunalega voru persónurnar mótaðar í hinum sívinsælu grínþáttum Saturday night Live.

Vatíkanið lítur hinsvegar framhjá öllum lögbrotum bræðranna í myndinni, sem nóg var af, og mælir með myndinni fyrir alla sanna kaþólikka. Þess má geta að myndin á þrjátíu ára afmæli í ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×