Erlent

Vargöld í Mexíkó: Lögreglumenn pyntaðir og drepnir

UM 23 þúsund manns hafa fallið frá því að yfirvöld í Mexíkó hófu markvisst baráttu gegn skipulagðri glæpastarfsemi árið 2006.
UM 23 þúsund manns hafa fallið frá því að yfirvöld í Mexíkó hófu markvisst baráttu gegn skipulagðri glæpastarfsemi árið 2006. Mynd/AP

Sjö háttsettum mexíkóskum lögreglumönnum hefur að undanförnu verið rænt af heimilum sínum, þeir pyntaðir og að lokum myrtir. Glæpaklíkur bera ábyrgð á morðunum en á líkunum hafa fundist skilaboð frá klíkunum.

Nærri 23 þúsund manns hafa fallið frá því að yfirvöld í Mexíkó hófu markvisst baráttu gegn skipulagðri glæpastarfsemi fyrir fjórum árum. Þar á eru meðal fjölmargir lögreglu- og hermenn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×