Erlent

Brúðkaupið kostar um 330 milljónir

Daniel og Viktoría ganga í það heilaga á morgun.
Daniel og Viktoría ganga í það heilaga á morgun. Mynd/AP
Tignir gestir streyma til Stokkhólms þar sem haldið verður konunglegt brúðkaup á morgun. Viktoría krónprinsessa og einkaþjálfari hennar, Daniel Westling, hyggjast ganga í það heilaga í Dómkirkjunni, sem nýbúið er að gera lagfæringar á.

Þetta er fyrsta konunglega brúðkaupið í Svíþjóð 34 ár en þá gengu Karl Gústaf og Silvía í það heillaga. Auk Viktoríu eiga þau Magðalenu prinsessu og prinsinn Karl Filippus.

Von er á nærri þúsund gestum til Stokkhólms og er ekkert til sparað þrátt fyrir að deilur hafi kviknað um íburðinn en kostnaður sænska ríkisins vegna brúðkaupsins er um 20 milljónir sænskra króna en það jafngildir um 330 milljónum íslenskra króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×