Erlent

Hringdi í sjúkrasamlagið og frétti að hann væri dauður

Breskum krabbameinssjúklingi var nýverið meinað að leita sér aðstoðar þegar hann reyndi að panta sér tíma hjá sérfræðingi. Ástæðan var sú að hann átti að vera látinn. Svo fullyrti að minnsta kosti starfsmaður breska sjúkrasamlagsins þegar fyrrverandi flutningabílstjórinn Alan Campbell ætlaði að panta sér tíma eftir að hann kenndi sér meins í hálsi.

Campbell er með húðkrabbamein og taldi að krabbameinið hefði breiðst út. Síðar kom í ljós að um sjúkrasamlagið hafði orðið á alvarleg mistök og hefur það nú beðið Campbell innilega afsökunar á atvikinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×