Erlent

Verkfall flugliða bannað

Um bráðabirgðabann er að ræða og ætla flugliðar British Airways að áfrýja úrskurðinum.
Um bráðabirgðabann er að ræða og ætla flugliðar British Airways að áfrýja úrskurðinum.

Breskur dómstóll féllst í gær á beiðni forsvarsmanna British Airways um að lögbann yrði sett fyrirhugað verkfall flugliða flugvélagsins, sem átti að hefjast á miðnætti í gærkvöldi, þar sem ekki var staðið rétt að atkvæðagreiðslu um aðgerðir starfsfólksins. Um bráðabirgðabann er að ræða og ætla flugliðar að áfrýja úrskurðinum.

Flugliðar British Airways hafa undanfarna mánuði átt í hörðum deilum við stjórnendur flugfélagsins og gagnrýnt harðlega niðurskurðaráætlanir þeirra. Þeir ákváðu fyrr í mánuðinum að leggja niður vinnu í 20 daga eða í fimm lotum og þá fjóra daga í senn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×