Vettel: Gæti ekki verið í betri stöðu 13. nóvember 2010 21:24 mynd: Getty Images Sebastian Vettel er fremstur á ráslínu fyrir titilslag fjögurra ökumanna í Abu Dhabi á sunnudag. Hann stefnir á sigur og að verða yngsti Formúlu 1 ökumaður sögunnar. Vettel varð aðeins 31/1000 á undan Lewis Hamilton. Vettel er fremstur, Hamilton við hlið hans, þá Fernado Alonso, Jenson Button og Mark Webber er fimmti, þannig að 4 af 5 ökumönnunum eru í fyrstu fimm sætunum eru í titilslagnum af 24 á ráslínunni. Vettel verður að ná fyrsta eða öðru sæti í mótinu til að verða meistari. "Ég gæti ekki verið í betri stöðu. Tímatakan var erfið og við vissum að aðstæður yrðu erfiðar. Hitastigið lækkaði síðdegis og þetta leit ekki nógu vel út eftir æfingar á föstudag. En við tókum framfaraskref sem skilaði fremsta stað á ráslínu", sagði Vettel á fréttamannafundi eftir tímatökuna í dag. "Þetta var harður slagur, sérstaklega við Hamilton og þetta gekk vel í dag hjá liðinu. Þetta var naumt, en ég hlakka til kappakstursins og við sjáum hvað gerist." Vettel hefur 10 sinnum náð besta tíma í tímatökuma árinu og jafnar árangur þekktra kappa, þeirra Ayrton Senna, Michael Schumacher, Nigel Mansell, Mika Hakkinen, Damon Hill, Jacques Villeneuve og Alain Prost hvað þetta atriði varðar. "Þeir eru allir þarna með tölu og ég er ekki á toppnum og þarf að bæta úr því á næsta ári með liðinu.... En okkur hefur gengið afar vel í tímatökum og bíllinn hefur alltaf verið samkeppnisfær. Það sýnir árangurinn í tímatökum", sagði Vettel. Bein útsending frá kappakstrinum í Abu Dhabi verður i opinni dagskrá á Stöð 2 Sport kl. 12.30 á sunndag í opinni dagskrá. Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Sebastian Vettel er fremstur á ráslínu fyrir titilslag fjögurra ökumanna í Abu Dhabi á sunnudag. Hann stefnir á sigur og að verða yngsti Formúlu 1 ökumaður sögunnar. Vettel varð aðeins 31/1000 á undan Lewis Hamilton. Vettel er fremstur, Hamilton við hlið hans, þá Fernado Alonso, Jenson Button og Mark Webber er fimmti, þannig að 4 af 5 ökumönnunum eru í fyrstu fimm sætunum eru í titilslagnum af 24 á ráslínunni. Vettel verður að ná fyrsta eða öðru sæti í mótinu til að verða meistari. "Ég gæti ekki verið í betri stöðu. Tímatakan var erfið og við vissum að aðstæður yrðu erfiðar. Hitastigið lækkaði síðdegis og þetta leit ekki nógu vel út eftir æfingar á föstudag. En við tókum framfaraskref sem skilaði fremsta stað á ráslínu", sagði Vettel á fréttamannafundi eftir tímatökuna í dag. "Þetta var harður slagur, sérstaklega við Hamilton og þetta gekk vel í dag hjá liðinu. Þetta var naumt, en ég hlakka til kappakstursins og við sjáum hvað gerist." Vettel hefur 10 sinnum náð besta tíma í tímatökuma árinu og jafnar árangur þekktra kappa, þeirra Ayrton Senna, Michael Schumacher, Nigel Mansell, Mika Hakkinen, Damon Hill, Jacques Villeneuve og Alain Prost hvað þetta atriði varðar. "Þeir eru allir þarna með tölu og ég er ekki á toppnum og þarf að bæta úr því á næsta ári með liðinu.... En okkur hefur gengið afar vel í tímatökum og bíllinn hefur alltaf verið samkeppnisfær. Það sýnir árangurinn í tímatökum", sagði Vettel. Bein útsending frá kappakstrinum í Abu Dhabi verður i opinni dagskrá á Stöð 2 Sport kl. 12.30 á sunndag í opinni dagskrá.
Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira