Hvað segja keppinautar Vettels um stöðuna? 13. nóvember 2010 22:39 Fernando Alonso á ferð við sólsetur í Abu Dhabi en kappaksturinn verður flóðlýstur að hluta á sunnudag. Mynd: Getty Images Þrír keppinautar Sebastian Vettels um meistaratitilinn eru fyrir aftan hann á ráslínu í kappakstrinum í Abu Dhabi á sunnudag og Lewis Hamilton stefnir ótrauður á sigur úr öðru sæti á ráslínu og segist ekki hafa neinu að tapa. Fernando Alonso er fremstur í stigamótinu og er þriðji á ráslínu á eftir Vettel og Hamilton. "Við vitum stöðuna og hverjir eru að keppa um titilinn. Það getur allt gerst í mótinu og við verðum að ljúka 55 hringjum án vandamála. Þetta verður löng og erfið keppni, en við erum í sterkri stöðu", sagði Alonso eftir tímatökuna. Honum nægir fjórða sætið ef Vettel vinnur mótið í Abu Dhabi og það verður ákaflega mikilvægt fyrir Webber að komast framúr Alonso í upphafi mótsins. Hann ræsir af stað fyrir aftan Alonso og Jenson Button. "Það er ómögulegt að skrifa handrit af þessu. Við skulum skoða þetta þegar allir eru komnir á leiðarenda. Ég átti ekki von á þvi að verða fimmti og ég er ekkert glaður með stöðuna. Við náðum þessu ekki heima og saman", sagði Webber um tímatökuna í dag. "En ég hefði ekki orðið heimsmeistari þó ég hefði orðið fremstur á ráslínu. Kappaksturinn er það sem skiptir máli og ég verð að nýta þau færi sem gefast. Ég er svekktur, en það er mannlegt, en ég hef ekki gleymt því hvernig á að keyra", sagði Webber. Hamilton ræsir af stað við hlið Vettels og ætlar sér sigur. "Ég hef engu að tapa og ætla að vinna kappakstursmótið. Ég mun gefa allt mitt í þetta og hinir þurfa að hafa áhyggjur. Ekki ég. Ekkert stress, bara keyra og keppa", sagði Hamilton. "Ég vona að við Jenson náum fyrsta og öðru sæti og tryggum McLaren annað sætið í keppni bílasmiða. Ég mun ekki hugsa hver er í kringum mig. Þeir þurf að passa upp á sig. Ég mig. Ég stefni á sigur og ef ég lýk ekk keppni, þá það. Ef ég vinn. Þá vinn ég. Hinir eru í allt annarri stöðu", sagði Hamilton. Kappakstursmótið í Abu Dhabi er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 12. 30 í opinni dagskrá og strax á eftir er þátturinn Endamarkið, þar sem farið verður yfir allt það helsta sem gerðist í spáð í spilin fyrir 2011. Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Gestirnir geta veitt náðarhöggið Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Þrír keppinautar Sebastian Vettels um meistaratitilinn eru fyrir aftan hann á ráslínu í kappakstrinum í Abu Dhabi á sunnudag og Lewis Hamilton stefnir ótrauður á sigur úr öðru sæti á ráslínu og segist ekki hafa neinu að tapa. Fernando Alonso er fremstur í stigamótinu og er þriðji á ráslínu á eftir Vettel og Hamilton. "Við vitum stöðuna og hverjir eru að keppa um titilinn. Það getur allt gerst í mótinu og við verðum að ljúka 55 hringjum án vandamála. Þetta verður löng og erfið keppni, en við erum í sterkri stöðu", sagði Alonso eftir tímatökuna. Honum nægir fjórða sætið ef Vettel vinnur mótið í Abu Dhabi og það verður ákaflega mikilvægt fyrir Webber að komast framúr Alonso í upphafi mótsins. Hann ræsir af stað fyrir aftan Alonso og Jenson Button. "Það er ómögulegt að skrifa handrit af þessu. Við skulum skoða þetta þegar allir eru komnir á leiðarenda. Ég átti ekki von á þvi að verða fimmti og ég er ekkert glaður með stöðuna. Við náðum þessu ekki heima og saman", sagði Webber um tímatökuna í dag. "En ég hefði ekki orðið heimsmeistari þó ég hefði orðið fremstur á ráslínu. Kappaksturinn er það sem skiptir máli og ég verð að nýta þau færi sem gefast. Ég er svekktur, en það er mannlegt, en ég hef ekki gleymt því hvernig á að keyra", sagði Webber. Hamilton ræsir af stað við hlið Vettels og ætlar sér sigur. "Ég hef engu að tapa og ætla að vinna kappakstursmótið. Ég mun gefa allt mitt í þetta og hinir þurfa að hafa áhyggjur. Ekki ég. Ekkert stress, bara keyra og keppa", sagði Hamilton. "Ég vona að við Jenson náum fyrsta og öðru sæti og tryggum McLaren annað sætið í keppni bílasmiða. Ég mun ekki hugsa hver er í kringum mig. Þeir þurf að passa upp á sig. Ég mig. Ég stefni á sigur og ef ég lýk ekk keppni, þá það. Ef ég vinn. Þá vinn ég. Hinir eru í allt annarri stöðu", sagði Hamilton. Kappakstursmótið í Abu Dhabi er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 12. 30 í opinni dagskrá og strax á eftir er þátturinn Endamarkið, þar sem farið verður yfir allt það helsta sem gerðist í spáð í spilin fyrir 2011.
Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Gestirnir geta veitt náðarhöggið Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira