Söngur með presti hefur ekki skaðað mig Tinna Sigurðardóttir skrifar 26. nóvember 2010 00:01 Þið hafið kannski orðið vör við það en nú hefur mikið verið í umræðu að banna prestum og þeim sem vilja kynna kristna trú að koma í grunnskóla landsins. Nú skil ég ekki hvers vegna svona mikil áhersla er lögð á að kristnir prestar og djáknar megi ekki lengur fara í grunnskóla og kenna börnum um Guð og Jesús. Í grunnskóla lærði ég kristinfræði og trúarbragðafræði almennt. Mér gekk ágætlega í báðum fögunum enda mikilvægt að læra hvernig fólk sér lífið og hegðar sér eftir mismunandi mynstri í heiminum. Mér finnst sjálfsagt að börnum séu kenndar margar hliðar á lífinu svo þau geti valið út frá því hverju þau vilja trúa og hvað þau vilja gera. Prestar og djáknar eru opnir fyrir því að kynna trú kristinna manna með þessum hætti. Þegar prestar mæta í skóla og kenna börnum að koma fram við náungann eins og þú vilt að hann komi fram við þig, ekki blóta og svo syngja falleg og skemmtileg lög, myndi ég ekki segja að þeir væru að þröngva kristinni trú upp á börnin heldur frekar sýna þeim í leik og starfi hver saga kristinnar trúar er og uppruni. Við erum kristið samfélag og höfum verið í mörg hundruð ár svo þetta hefur verið venjan hingað til. Hins vegar vil ég benda á það að auðvitað ætti fólk frá öðrum trúarbragðafélögum að fara í skóla og kenna krökkunum hvernig það lifir eftir sinni trú. Það er nauðsynlegt að vita hvað öðrum finnst og hvernig aðrir eru. Samfélagið hefur breyst síðustu ár og áratugi jafnvel og hefur fjöldi fólks flutt til Íslands frá útlöndum. Með erlendu fólki koma framandi trúarbrögð sem fólk ætti að kynna sér. Til að koma í veg fyrir fordóma gagnvart trúarbrögðum ætti að kenna börnum um þau, fordómar koma víst nefnilega með fáfræðinni. Þegar við erum farin að fullorðnast sjáum við að ekki hefur það skaðað okkur að hafa lært kristinfræði og sungið með prestinum. Ég hugsa frekar til þess hvað það hefði verið áhugavert og skemmtilegt að fá heimsókn frá öðrum trúfélögum en þjóðkirkjunni, enda hefði það líklega opnað umræðu trúarbragða og komið í veg fyrir neikvætt viðhorf barna til þeirra. Börn eru misjöfn eins og þau eru mörg og eiga rétt á fleiri en einum valkosti í lífinu. Á mínu heimili hefur ekki verið farið í kirkju nema einstaka sinnum, helst á aðfangadag. Mér voru reyndar kenndar bænir þegar ég var lítil en annars var enginn þrýstingur á mér að vera kristin. Ég hef verið í kirkjustarfi síðan ég var um 11 ára en þá voru það vinkonur mínar sem fengu mig til að byrja í því, enda skemmtilegt og fjölbreytt starf (sem allt of lítið er rætt um). Nú kenni ég dans innan kirkjunnar í kirkjustarfi. Ég er kristin en ég er opin fyrir því sem aðrir þekkja betur en ég. Sjálf hef ég ekki kynnt mér önnur trúarbrögð vel og hefði verið gott að fá líflega og skemmtilega kennslu, s.s. með söng og sögum, um trúarbrögðin í yngri jafnt sem eldri bekkjum grunnskóla í stað einnar bókar í áttunda bekk. Því vil ég hvetja til þess að kenna börnum meira frekar en ekkert af því við erum fyrirmynd og trúarbrögð vaxa ekki í blómapottinum í hverju eldhúsi, þ.e. fjölskyldur trúa mismikið og vilja mismikið koma boðskapnum áfram. Það er ekki hægt að setja þetta í hendur foreldranna. Foreldrar hafa nú þegar myndað sér skoðun og ef svo fer að foreldrarnir sjái um trúarbrögðin líka mynda börnin sér sömu skoðun og foreldrarnir. Með því móti blómstrar trúarbragðaveröldin ekki vegna einhæfni. Ég vil að prestar og djáknar fái að fara í heimsóknir í grunnskóla og fólk frá öðrum trúarbragðafélögum sé velkomið líka. Um að gera að virkja og gera kennsluna sem skemmtilegasta til að vekja áhuga barna og unglinga! Alls ekki leggja hana niður! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Þið hafið kannski orðið vör við það en nú hefur mikið verið í umræðu að banna prestum og þeim sem vilja kynna kristna trú að koma í grunnskóla landsins. Nú skil ég ekki hvers vegna svona mikil áhersla er lögð á að kristnir prestar og djáknar megi ekki lengur fara í grunnskóla og kenna börnum um Guð og Jesús. Í grunnskóla lærði ég kristinfræði og trúarbragðafræði almennt. Mér gekk ágætlega í báðum fögunum enda mikilvægt að læra hvernig fólk sér lífið og hegðar sér eftir mismunandi mynstri í heiminum. Mér finnst sjálfsagt að börnum séu kenndar margar hliðar á lífinu svo þau geti valið út frá því hverju þau vilja trúa og hvað þau vilja gera. Prestar og djáknar eru opnir fyrir því að kynna trú kristinna manna með þessum hætti. Þegar prestar mæta í skóla og kenna börnum að koma fram við náungann eins og þú vilt að hann komi fram við þig, ekki blóta og svo syngja falleg og skemmtileg lög, myndi ég ekki segja að þeir væru að þröngva kristinni trú upp á börnin heldur frekar sýna þeim í leik og starfi hver saga kristinnar trúar er og uppruni. Við erum kristið samfélag og höfum verið í mörg hundruð ár svo þetta hefur verið venjan hingað til. Hins vegar vil ég benda á það að auðvitað ætti fólk frá öðrum trúarbragðafélögum að fara í skóla og kenna krökkunum hvernig það lifir eftir sinni trú. Það er nauðsynlegt að vita hvað öðrum finnst og hvernig aðrir eru. Samfélagið hefur breyst síðustu ár og áratugi jafnvel og hefur fjöldi fólks flutt til Íslands frá útlöndum. Með erlendu fólki koma framandi trúarbrögð sem fólk ætti að kynna sér. Til að koma í veg fyrir fordóma gagnvart trúarbrögðum ætti að kenna börnum um þau, fordómar koma víst nefnilega með fáfræðinni. Þegar við erum farin að fullorðnast sjáum við að ekki hefur það skaðað okkur að hafa lært kristinfræði og sungið með prestinum. Ég hugsa frekar til þess hvað það hefði verið áhugavert og skemmtilegt að fá heimsókn frá öðrum trúfélögum en þjóðkirkjunni, enda hefði það líklega opnað umræðu trúarbragða og komið í veg fyrir neikvætt viðhorf barna til þeirra. Börn eru misjöfn eins og þau eru mörg og eiga rétt á fleiri en einum valkosti í lífinu. Á mínu heimili hefur ekki verið farið í kirkju nema einstaka sinnum, helst á aðfangadag. Mér voru reyndar kenndar bænir þegar ég var lítil en annars var enginn þrýstingur á mér að vera kristin. Ég hef verið í kirkjustarfi síðan ég var um 11 ára en þá voru það vinkonur mínar sem fengu mig til að byrja í því, enda skemmtilegt og fjölbreytt starf (sem allt of lítið er rætt um). Nú kenni ég dans innan kirkjunnar í kirkjustarfi. Ég er kristin en ég er opin fyrir því sem aðrir þekkja betur en ég. Sjálf hef ég ekki kynnt mér önnur trúarbrögð vel og hefði verið gott að fá líflega og skemmtilega kennslu, s.s. með söng og sögum, um trúarbrögðin í yngri jafnt sem eldri bekkjum grunnskóla í stað einnar bókar í áttunda bekk. Því vil ég hvetja til þess að kenna börnum meira frekar en ekkert af því við erum fyrirmynd og trúarbrögð vaxa ekki í blómapottinum í hverju eldhúsi, þ.e. fjölskyldur trúa mismikið og vilja mismikið koma boðskapnum áfram. Það er ekki hægt að setja þetta í hendur foreldranna. Foreldrar hafa nú þegar myndað sér skoðun og ef svo fer að foreldrarnir sjái um trúarbrögðin líka mynda börnin sér sömu skoðun og foreldrarnir. Með því móti blómstrar trúarbragðaveröldin ekki vegna einhæfni. Ég vil að prestar og djáknar fái að fara í heimsóknir í grunnskóla og fólk frá öðrum trúarbragðafélögum sé velkomið líka. Um að gera að virkja og gera kennsluna sem skemmtilegasta til að vekja áhuga barna og unglinga! Alls ekki leggja hana niður!
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun