Söngur með presti hefur ekki skaðað mig Tinna Sigurðardóttir skrifar 26. nóvember 2010 00:01 Þið hafið kannski orðið vör við það en nú hefur mikið verið í umræðu að banna prestum og þeim sem vilja kynna kristna trú að koma í grunnskóla landsins. Nú skil ég ekki hvers vegna svona mikil áhersla er lögð á að kristnir prestar og djáknar megi ekki lengur fara í grunnskóla og kenna börnum um Guð og Jesús. Í grunnskóla lærði ég kristinfræði og trúarbragðafræði almennt. Mér gekk ágætlega í báðum fögunum enda mikilvægt að læra hvernig fólk sér lífið og hegðar sér eftir mismunandi mynstri í heiminum. Mér finnst sjálfsagt að börnum séu kenndar margar hliðar á lífinu svo þau geti valið út frá því hverju þau vilja trúa og hvað þau vilja gera. Prestar og djáknar eru opnir fyrir því að kynna trú kristinna manna með þessum hætti. Þegar prestar mæta í skóla og kenna börnum að koma fram við náungann eins og þú vilt að hann komi fram við þig, ekki blóta og svo syngja falleg og skemmtileg lög, myndi ég ekki segja að þeir væru að þröngva kristinni trú upp á börnin heldur frekar sýna þeim í leik og starfi hver saga kristinnar trúar er og uppruni. Við erum kristið samfélag og höfum verið í mörg hundruð ár svo þetta hefur verið venjan hingað til. Hins vegar vil ég benda á það að auðvitað ætti fólk frá öðrum trúarbragðafélögum að fara í skóla og kenna krökkunum hvernig það lifir eftir sinni trú. Það er nauðsynlegt að vita hvað öðrum finnst og hvernig aðrir eru. Samfélagið hefur breyst síðustu ár og áratugi jafnvel og hefur fjöldi fólks flutt til Íslands frá útlöndum. Með erlendu fólki koma framandi trúarbrögð sem fólk ætti að kynna sér. Til að koma í veg fyrir fordóma gagnvart trúarbrögðum ætti að kenna börnum um þau, fordómar koma víst nefnilega með fáfræðinni. Þegar við erum farin að fullorðnast sjáum við að ekki hefur það skaðað okkur að hafa lært kristinfræði og sungið með prestinum. Ég hugsa frekar til þess hvað það hefði verið áhugavert og skemmtilegt að fá heimsókn frá öðrum trúfélögum en þjóðkirkjunni, enda hefði það líklega opnað umræðu trúarbragða og komið í veg fyrir neikvætt viðhorf barna til þeirra. Börn eru misjöfn eins og þau eru mörg og eiga rétt á fleiri en einum valkosti í lífinu. Á mínu heimili hefur ekki verið farið í kirkju nema einstaka sinnum, helst á aðfangadag. Mér voru reyndar kenndar bænir þegar ég var lítil en annars var enginn þrýstingur á mér að vera kristin. Ég hef verið í kirkjustarfi síðan ég var um 11 ára en þá voru það vinkonur mínar sem fengu mig til að byrja í því, enda skemmtilegt og fjölbreytt starf (sem allt of lítið er rætt um). Nú kenni ég dans innan kirkjunnar í kirkjustarfi. Ég er kristin en ég er opin fyrir því sem aðrir þekkja betur en ég. Sjálf hef ég ekki kynnt mér önnur trúarbrögð vel og hefði verið gott að fá líflega og skemmtilega kennslu, s.s. með söng og sögum, um trúarbrögðin í yngri jafnt sem eldri bekkjum grunnskóla í stað einnar bókar í áttunda bekk. Því vil ég hvetja til þess að kenna börnum meira frekar en ekkert af því við erum fyrirmynd og trúarbrögð vaxa ekki í blómapottinum í hverju eldhúsi, þ.e. fjölskyldur trúa mismikið og vilja mismikið koma boðskapnum áfram. Það er ekki hægt að setja þetta í hendur foreldranna. Foreldrar hafa nú þegar myndað sér skoðun og ef svo fer að foreldrarnir sjái um trúarbrögðin líka mynda börnin sér sömu skoðun og foreldrarnir. Með því móti blómstrar trúarbragðaveröldin ekki vegna einhæfni. Ég vil að prestar og djáknar fái að fara í heimsóknir í grunnskóla og fólk frá öðrum trúarbragðafélögum sé velkomið líka. Um að gera að virkja og gera kennsluna sem skemmtilegasta til að vekja áhuga barna og unglinga! Alls ekki leggja hana niður! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Þið hafið kannski orðið vör við það en nú hefur mikið verið í umræðu að banna prestum og þeim sem vilja kynna kristna trú að koma í grunnskóla landsins. Nú skil ég ekki hvers vegna svona mikil áhersla er lögð á að kristnir prestar og djáknar megi ekki lengur fara í grunnskóla og kenna börnum um Guð og Jesús. Í grunnskóla lærði ég kristinfræði og trúarbragðafræði almennt. Mér gekk ágætlega í báðum fögunum enda mikilvægt að læra hvernig fólk sér lífið og hegðar sér eftir mismunandi mynstri í heiminum. Mér finnst sjálfsagt að börnum séu kenndar margar hliðar á lífinu svo þau geti valið út frá því hverju þau vilja trúa og hvað þau vilja gera. Prestar og djáknar eru opnir fyrir því að kynna trú kristinna manna með þessum hætti. Þegar prestar mæta í skóla og kenna börnum að koma fram við náungann eins og þú vilt að hann komi fram við þig, ekki blóta og svo syngja falleg og skemmtileg lög, myndi ég ekki segja að þeir væru að þröngva kristinni trú upp á börnin heldur frekar sýna þeim í leik og starfi hver saga kristinnar trúar er og uppruni. Við erum kristið samfélag og höfum verið í mörg hundruð ár svo þetta hefur verið venjan hingað til. Hins vegar vil ég benda á það að auðvitað ætti fólk frá öðrum trúarbragðafélögum að fara í skóla og kenna krökkunum hvernig það lifir eftir sinni trú. Það er nauðsynlegt að vita hvað öðrum finnst og hvernig aðrir eru. Samfélagið hefur breyst síðustu ár og áratugi jafnvel og hefur fjöldi fólks flutt til Íslands frá útlöndum. Með erlendu fólki koma framandi trúarbrögð sem fólk ætti að kynna sér. Til að koma í veg fyrir fordóma gagnvart trúarbrögðum ætti að kenna börnum um þau, fordómar koma víst nefnilega með fáfræðinni. Þegar við erum farin að fullorðnast sjáum við að ekki hefur það skaðað okkur að hafa lært kristinfræði og sungið með prestinum. Ég hugsa frekar til þess hvað það hefði verið áhugavert og skemmtilegt að fá heimsókn frá öðrum trúfélögum en þjóðkirkjunni, enda hefði það líklega opnað umræðu trúarbragða og komið í veg fyrir neikvætt viðhorf barna til þeirra. Börn eru misjöfn eins og þau eru mörg og eiga rétt á fleiri en einum valkosti í lífinu. Á mínu heimili hefur ekki verið farið í kirkju nema einstaka sinnum, helst á aðfangadag. Mér voru reyndar kenndar bænir þegar ég var lítil en annars var enginn þrýstingur á mér að vera kristin. Ég hef verið í kirkjustarfi síðan ég var um 11 ára en þá voru það vinkonur mínar sem fengu mig til að byrja í því, enda skemmtilegt og fjölbreytt starf (sem allt of lítið er rætt um). Nú kenni ég dans innan kirkjunnar í kirkjustarfi. Ég er kristin en ég er opin fyrir því sem aðrir þekkja betur en ég. Sjálf hef ég ekki kynnt mér önnur trúarbrögð vel og hefði verið gott að fá líflega og skemmtilega kennslu, s.s. með söng og sögum, um trúarbrögðin í yngri jafnt sem eldri bekkjum grunnskóla í stað einnar bókar í áttunda bekk. Því vil ég hvetja til þess að kenna börnum meira frekar en ekkert af því við erum fyrirmynd og trúarbrögð vaxa ekki í blómapottinum í hverju eldhúsi, þ.e. fjölskyldur trúa mismikið og vilja mismikið koma boðskapnum áfram. Það er ekki hægt að setja þetta í hendur foreldranna. Foreldrar hafa nú þegar myndað sér skoðun og ef svo fer að foreldrarnir sjái um trúarbrögðin líka mynda börnin sér sömu skoðun og foreldrarnir. Með því móti blómstrar trúarbragðaveröldin ekki vegna einhæfni. Ég vil að prestar og djáknar fái að fara í heimsóknir í grunnskóla og fólk frá öðrum trúarbragðafélögum sé velkomið líka. Um að gera að virkja og gera kennsluna sem skemmtilegasta til að vekja áhuga barna og unglinga! Alls ekki leggja hana niður!
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar