Ráðist að konum og á konur Vigdís Hauksdóttir skrifar 26. nóvember 2010 03:45 Ísland er aðili að alþjóðasáttmálum er varða heilbrigði og lögbundinn rétt til heilbrigðisþjónustu. Að auki er þessi réttur tryggður í 76. gr. stjórnarskrárinnar en þar segir: „Öllum, sem þess þurfa, skal tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika." Þann 21. okt. sl. hélt dr. Brigit Toebes, lagaprófessor og virtur fræðimaður á sviði heilbrigðisréttar og alþjóðlegrar mannréttindaverndar, fyrirlestur í HR. Taldi hún að fyrirhugaður niðurskurður í heilbrigðiskerfinu yrði að taka mið af mannréttindum. Á dögunum var dreift á Alþingi svari frá heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Gunnars Braga Sveinssonar, þingmanns Framsóknarflokksins, um fækkun starfa á heilbrigðisstofnunum í niðurskurði fjárlaga 2011. Í svarinu kemur fram í töflu 1 að áætluð fækkun starfsmanna á landinu öllu verði 635 í 445 stöðugildum. Hlutfall kvenna af fjölda starfsmanna á heilbrigðisstofnunum er að meðaltali 82%. Því er augljóst að þessi tiltekna aðgerð ríkisstjórnarinnar í fjárlagagerðinni er bein árás á konur og atvinnutækifæri þeirra á landinu öllu. Hver hefði trúað því á heilaga Jóhönnu. Alvarlegi hluti niðurskurðarins sem snýr að konum er þó þessi. Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu á að fækka um 96 starfsmenn sem nemur 69 starfsmönnum á St. Jósefsspítala. Það er bein árás að konum, því spítalinn hefur sérhæft sig í grindarbotnsaðgerðum kvenna. Eru þær margvíslegar og misalvarlegar - allt frá þvagleka, hægðaleka og upp í flóknar tæknilegar aðgerðir sem gera þarf á konum eftir erfiðar fæðingar. Fjöldi þessara aðgerða á þessari sjúkrastofnun einni er um 1.200 aðgerðir á ári. Biðtími kvenna í aðgerðirnar er á bilinu 9-12 mánuðir eftir alvarleika. Ekki er fyrirséð að hægt sé að koma þessum aðgerðum fyrir á öðrum heilbrigðisstofnunum, því er ekki hægt að lesa annað út en að ætlunin sé að fresta þessum aðgerðunum um langa hríð. Þetta verður eftirskrift norrænu velferðarríkisstjórnarinnar. Í 12. gr. kvennasáttmála Sameinuðu þjóðanna kemur fram að aðildarríki samningsins skulu gera allar viðeigandi ráðstafanir til þess að afnema mismunun gagnvart konum á sviði heilsugæslu til þess að tryggja á grundvelli jafnréttis karla og kvenna aðgang að heilsugæsluþjónustu, og sérstaklega skulu aðildarríkin tryggja konum viðeigandi þjónustu í sambandi við þungun, barnsburð og tímabilið eftir fæðingu með því að veita ókeypis þjónustu þegar það er nauðsynlegt. Konur eru vanar að bera harm sinn í hljóði og grindarbotnsvandamál eru nú svo sem ekki mál málanna í almennri umræðu. Nú verðum við þingmenn að standa saman um endurskoðun á heilbrigðismálum kvenna í fjárlagagerðinni. Sú aðför sem ríkisstjórnin fer fram með í fjárlagafrumvarpinu að heilsu og atvinnu kvenna er okkur Íslendingum ekki samboðin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vigdís Hauksdóttir Mest lesið Halldór 17.01.2026 Halldór Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Sjá meira
Ísland er aðili að alþjóðasáttmálum er varða heilbrigði og lögbundinn rétt til heilbrigðisþjónustu. Að auki er þessi réttur tryggður í 76. gr. stjórnarskrárinnar en þar segir: „Öllum, sem þess þurfa, skal tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika." Þann 21. okt. sl. hélt dr. Brigit Toebes, lagaprófessor og virtur fræðimaður á sviði heilbrigðisréttar og alþjóðlegrar mannréttindaverndar, fyrirlestur í HR. Taldi hún að fyrirhugaður niðurskurður í heilbrigðiskerfinu yrði að taka mið af mannréttindum. Á dögunum var dreift á Alþingi svari frá heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Gunnars Braga Sveinssonar, þingmanns Framsóknarflokksins, um fækkun starfa á heilbrigðisstofnunum í niðurskurði fjárlaga 2011. Í svarinu kemur fram í töflu 1 að áætluð fækkun starfsmanna á landinu öllu verði 635 í 445 stöðugildum. Hlutfall kvenna af fjölda starfsmanna á heilbrigðisstofnunum er að meðaltali 82%. Því er augljóst að þessi tiltekna aðgerð ríkisstjórnarinnar í fjárlagagerðinni er bein árás á konur og atvinnutækifæri þeirra á landinu öllu. Hver hefði trúað því á heilaga Jóhönnu. Alvarlegi hluti niðurskurðarins sem snýr að konum er þó þessi. Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu á að fækka um 96 starfsmenn sem nemur 69 starfsmönnum á St. Jósefsspítala. Það er bein árás að konum, því spítalinn hefur sérhæft sig í grindarbotnsaðgerðum kvenna. Eru þær margvíslegar og misalvarlegar - allt frá þvagleka, hægðaleka og upp í flóknar tæknilegar aðgerðir sem gera þarf á konum eftir erfiðar fæðingar. Fjöldi þessara aðgerða á þessari sjúkrastofnun einni er um 1.200 aðgerðir á ári. Biðtími kvenna í aðgerðirnar er á bilinu 9-12 mánuðir eftir alvarleika. Ekki er fyrirséð að hægt sé að koma þessum aðgerðum fyrir á öðrum heilbrigðisstofnunum, því er ekki hægt að lesa annað út en að ætlunin sé að fresta þessum aðgerðunum um langa hríð. Þetta verður eftirskrift norrænu velferðarríkisstjórnarinnar. Í 12. gr. kvennasáttmála Sameinuðu þjóðanna kemur fram að aðildarríki samningsins skulu gera allar viðeigandi ráðstafanir til þess að afnema mismunun gagnvart konum á sviði heilsugæslu til þess að tryggja á grundvelli jafnréttis karla og kvenna aðgang að heilsugæsluþjónustu, og sérstaklega skulu aðildarríkin tryggja konum viðeigandi þjónustu í sambandi við þungun, barnsburð og tímabilið eftir fæðingu með því að veita ókeypis þjónustu þegar það er nauðsynlegt. Konur eru vanar að bera harm sinn í hljóði og grindarbotnsvandamál eru nú svo sem ekki mál málanna í almennri umræðu. Nú verðum við þingmenn að standa saman um endurskoðun á heilbrigðismálum kvenna í fjárlagagerðinni. Sú aðför sem ríkisstjórnin fer fram með í fjárlagafrumvarpinu að heilsu og atvinnu kvenna er okkur Íslendingum ekki samboðin.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun