Erlent

Mikið var

Óli Tynes skrifar
Hver keypti þessar hræðilegu gardínur David?
Hver keypti þessar hræðilegu gardínur David?

Margrét Thatcher barónessa og fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands heimsótti David Cameron núverandi forsætisráðherra í Downing stræti 10 í gær.

Það hefur sjálfsagt glatt gömlu járnfrúna að nú situr loks aftur íhaldsmaður í Downing stræti eftir að verkamenn hafa ráðið þar ríkjum síðastliðin þrettán ár.

Raunar var Thatcher hrifin af Tony Blair og heimsótti hann í strætið eftir að Verkamannaflokkurinn vann sigur í þingkosningunum árið 1997.

Fundur þeirra Thatchers og Camerons er sagður hafa verið vinsamlegur og gagnlegur, en ekkert var sagt um hvaða ráð hún hefði gefið nýja forsætisráðherranum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×