Lífið

Jón Gnarr fagnar mögulegu framboði í Kaliforníu

Það er aldrei að vita nema Besti flokkurinn verði sjálfum Arnold Schwarzenegger að falli. Jón Gnarr segist glaður fara til Kaliforníu þegar kosningar fara fram í nóvember. Fréttablaðið/samsett mynd
Það er aldrei að vita nema Besti flokkurinn verði sjálfum Arnold Schwarzenegger að falli. Jón Gnarr segist glaður fara til Kaliforníu þegar kosningar fara fram í nóvember. Fréttablaðið/samsett mynd
„Það væri ógeðslega gaman ef Besti flokkurinn næði að fella repúblikana í Kaliforníu. Það myndi alveg gera daginn, þann daginn," segir Jón Gnarr, næsti borgarstjóri í Reykjavík.

„Myndi það þýða að Arnold Schwarzenegger kæmi á eftir mér, alveg brjálaður?"

Fréttablaðið greindi frá því í gær að bandaríski athafnamaðurinn Jonathan Taplin útilokar ekki að stofna Besta flokkinn í Hollywood. Taplin hefur fest kaup á léninu thebestparty.org, en ríkisstjórnarkosningar í Kaliforníu fara fram í nóvember. Jón fagnar hugmyndum Taplins.

„Ekki spurning. Ekki síst ef hann býður mér til Kaliforníu í nóvember," segir Jón. „Ég hefði ekkert á móti því að vera í Kaliforníu í nóvember. Einar Örn [2. borgarfulltrúi Besta flokksins], talar reiprennandi ensku. Þetta er algjörlega fullkomið."

Jonathan Taplin hefur unnið með mönnum á borð við Bob Dylan og Eric Clapton. Hann var á landinu á dögunum og bað um að fá að hitta Jón, en þeir náðu ekki að koma á fundi. Jón segist finna fyrir áhuga á Besta flokknum frá útlöndum.

„Það er líka fólk í Hollandi og Ungverjalandi sem vill stofna Besta flokkinn," segir hann og bætir við á óaðfinnanlegri ensku: „We're going global."


Tengdar fréttir

Útilokar ekki að stofna Besta flokkinn í Hollywood

„Bandaríkin og Ísland glíma við sömu vandamálin. Við erum með nokkra ráðandi flokka sem tala alltaf um sömu hlutina og koma engu í verk. Mér finnst Jón Gnarr hafa áhugaverða nálgun," segir bandaríski athafnamaðurinn Jonathan Taplin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.