Lífið

Miley segist ekki vita hvað venjulegt líf er

Miley Cyrus segist aldrei hafa lifað eðlilegu lífi.
Miley Cyrus segist aldrei hafa lifað eðlilegu lífi. Nordicphotos/Getty
Hin unga söngkona Miley Cyrus segist aldrei hafa lifað eðlilegu lífi vegna frægðarsólar föður síns, þjóðlagasöngvarans Billy Ray Cyrus, sem gerði garðinn frægan árið 1991 með laginu Achy Breaky Heart.

„Ég þekki ekkert annað. Ég hef til dæmis aldrei gengið í venjulegan skóla heldur aðeins hlotið heimakennslu og við fjölskyldan fylgdum pabba eftir á tónleikaferðalögum. Ég veit ekki hvað venjulegt líf er, þannig að þegar fólk spyr mig hvort ég sakni þess nú þegar ég er sjálf orðin fræg, þá segist ég ekki geta saknað einhvers sem ég hef aldrei upplifað."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.