Barnavernd og unglingar 9. júní 2010 06:00 Í ljósi þeirra breyttu þjóðfélagsaðstæðna sem við lifum við í dag í kjölfar efnahagshrunsins og í ljósi nýafstaðinna sveitarstjórnarkosninga finnst mér ástæða til að vekja athygli á aðstæðum ákveðins hóps ungra einstaklinga á Íslandi. Barnaverndaryfirvöld þurfa á hverjum tíma að hafa afskipti af ákveðnum hópi ungmenna sem eiga erfitt með að fóta sig í lífinu vegna afleiðinga vímuefnaneyslu og/eða ófullnægjandi uppeldisaðstæðna. Ákvæði barnaverndarlaga og lögræðislaga gera það að verkum að yfirvöldum er ekki skylt eftir 18 ára aldur að veita þeim sérstaka vernd eða stuðning. Einu úrræði barnaverndaryfirvalda samkvæmt barnaverndarlögum til áframhaldandi vistunar eða meðferðar er háð samþykki ungmennanna sjálfra og í reynd er mjög erfitt að bjóða fram áframhaldandi aðstoð til einstaklinga annarra en þeirra sem eru í virkri meðferð eða vistun þegar þau verða 18 ára. Það skiptir þá litlu hvort þau eru á götunni vegna neyslu eða slæmra fjölskylduaðstæðna. Hinn félagfræðilegi og sálfræðilegi þáttur löggjafarinnar virðist standa nokkuð höllum fæti og mætti til dæmi leggja meiri áherslu á afleiðingar vímuefnaneyslu á þroska unglinganna í stað lífaldurs við mat á hvenær ljúka skuli barnaverndarafskiptum, þar sem um flókið samspil vandamála er að ræða. Þessir einstaklingar þurfa margir hverjir meiri stuðning og hjálp en kerfið býður upp á í dag. Í flestum tilfellum eru þau ekki tilbúin vegna bakgrunn sins, til að takast á við hlutverk fullorðins einstaklings eins og lögin ætlast til af þeim. Á sama tíma er vandi sumra ungra vímuefnaneytenda í dag það alvarlegur og djúpstæður með tilkomu aukins HIV-smits, lifrarbólgu og aukinnar notkunar samskiptaforrita á Netinu, að þau úrræði sem standa til boða eru ekki lengur fullnægjandi. Úrræðin fyrir þennan hóp þurfa að vera mun fjölbreyttari en þau eru í dag auk þess sem í barnarverndarlögum væri hægt að sjá fyrir sér sérkafla sem fjallaði um úrræði fyrir unga vímuefnaneytendur sem náð hafa 18 ára aldri. Áhugavert er að líta til Bretlands hvað varðar áframhaldandi stuðning barnaverndaryfirvalda þar sem sett hefur verið inn í barnaverndarlöggjöf að barnaverndarstarfsmönnum sé skylt að fylgja eftir Þeim börnum sem þeir hafa haft afskipti af allt til 21 árs aldur. Í dag er aðeins boðið upp á tvö meðferðarúrræði sem kallast langtímameðferðir en eru þó í raun aðeins eitt ár. Skortur virðist einnig vera bæði á að fagaðilar standi að og vinni á meðferðarheimilunum hér á landi. Áhugavert væri að sjá samanburðarannsóknir á hvernig ungmennum vegnar sem fara í langtímameðferðir hér á landi annars vegar og á Norðurlöndum hins vegar þar sem langtímameðferðir eru tvö ár eða lengri. Þannig mætti skoða hvort það er meðferðarform sem við þyrftum að taka upp hér til að vernda og styðja unglingana okkar betur. Það virðist einnig vera fáar eða jafnvel engar rannsóknir hér á landi sem skoða hvernig Þeim börnum sem barnavernd hefur haft afskipti af reiði af almennt í lífinu. Af ofantöldu má sjá að sveitarfélögum er vandi á höndum við að uppfylla skyldur sínar samkvæmt barnaverndarlögunum þegar úrræðin eru bæði fá og lítil þekking er á hver hinn raunverulegi árangur er. Mikilvægt er þess vegna nú að nýjar sveitarstjórnir sem taka til starfa vandi til verka þegar kemur að þessum málaflokki og marki sér stefnu og framkvæmdaáætlun í barnaverndarmálum sem raunverulega hjálpar ungu fólki í vanda bæði fyrir og eftir 18 ára aldur. Á sama tíma verður að hvetja til framsýnnar hugsunar við þá endurskoðun á barnarverndarlögum sem nú stendur yfir á Alþingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Í ljósi þeirra breyttu þjóðfélagsaðstæðna sem við lifum við í dag í kjölfar efnahagshrunsins og í ljósi nýafstaðinna sveitarstjórnarkosninga finnst mér ástæða til að vekja athygli á aðstæðum ákveðins hóps ungra einstaklinga á Íslandi. Barnaverndaryfirvöld þurfa á hverjum tíma að hafa afskipti af ákveðnum hópi ungmenna sem eiga erfitt með að fóta sig í lífinu vegna afleiðinga vímuefnaneyslu og/eða ófullnægjandi uppeldisaðstæðna. Ákvæði barnaverndarlaga og lögræðislaga gera það að verkum að yfirvöldum er ekki skylt eftir 18 ára aldur að veita þeim sérstaka vernd eða stuðning. Einu úrræði barnaverndaryfirvalda samkvæmt barnaverndarlögum til áframhaldandi vistunar eða meðferðar er háð samþykki ungmennanna sjálfra og í reynd er mjög erfitt að bjóða fram áframhaldandi aðstoð til einstaklinga annarra en þeirra sem eru í virkri meðferð eða vistun þegar þau verða 18 ára. Það skiptir þá litlu hvort þau eru á götunni vegna neyslu eða slæmra fjölskylduaðstæðna. Hinn félagfræðilegi og sálfræðilegi þáttur löggjafarinnar virðist standa nokkuð höllum fæti og mætti til dæmi leggja meiri áherslu á afleiðingar vímuefnaneyslu á þroska unglinganna í stað lífaldurs við mat á hvenær ljúka skuli barnaverndarafskiptum, þar sem um flókið samspil vandamála er að ræða. Þessir einstaklingar þurfa margir hverjir meiri stuðning og hjálp en kerfið býður upp á í dag. Í flestum tilfellum eru þau ekki tilbúin vegna bakgrunn sins, til að takast á við hlutverk fullorðins einstaklings eins og lögin ætlast til af þeim. Á sama tíma er vandi sumra ungra vímuefnaneytenda í dag það alvarlegur og djúpstæður með tilkomu aukins HIV-smits, lifrarbólgu og aukinnar notkunar samskiptaforrita á Netinu, að þau úrræði sem standa til boða eru ekki lengur fullnægjandi. Úrræðin fyrir þennan hóp þurfa að vera mun fjölbreyttari en þau eru í dag auk þess sem í barnarverndarlögum væri hægt að sjá fyrir sér sérkafla sem fjallaði um úrræði fyrir unga vímuefnaneytendur sem náð hafa 18 ára aldri. Áhugavert er að líta til Bretlands hvað varðar áframhaldandi stuðning barnaverndaryfirvalda þar sem sett hefur verið inn í barnaverndarlöggjöf að barnaverndarstarfsmönnum sé skylt að fylgja eftir Þeim börnum sem þeir hafa haft afskipti af allt til 21 árs aldur. Í dag er aðeins boðið upp á tvö meðferðarúrræði sem kallast langtímameðferðir en eru þó í raun aðeins eitt ár. Skortur virðist einnig vera bæði á að fagaðilar standi að og vinni á meðferðarheimilunum hér á landi. Áhugavert væri að sjá samanburðarannsóknir á hvernig ungmennum vegnar sem fara í langtímameðferðir hér á landi annars vegar og á Norðurlöndum hins vegar þar sem langtímameðferðir eru tvö ár eða lengri. Þannig mætti skoða hvort það er meðferðarform sem við þyrftum að taka upp hér til að vernda og styðja unglingana okkar betur. Það virðist einnig vera fáar eða jafnvel engar rannsóknir hér á landi sem skoða hvernig Þeim börnum sem barnavernd hefur haft afskipti af reiði af almennt í lífinu. Af ofantöldu má sjá að sveitarfélögum er vandi á höndum við að uppfylla skyldur sínar samkvæmt barnaverndarlögunum þegar úrræðin eru bæði fá og lítil þekking er á hver hinn raunverulegi árangur er. Mikilvægt er þess vegna nú að nýjar sveitarstjórnir sem taka til starfa vandi til verka þegar kemur að þessum málaflokki og marki sér stefnu og framkvæmdaáætlun í barnaverndarmálum sem raunverulega hjálpar ungu fólki í vanda bæði fyrir og eftir 18 ára aldur. Á sama tíma verður að hvetja til framsýnnar hugsunar við þá endurskoðun á barnarverndarlögum sem nú stendur yfir á Alþingi.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun