Viðskipti innlent

Markaðurinn gerir ráð fyrir 35% endurheimtum hjá Straumi

Verð á skuldabréfum í Straumi er nú komið í 35% af nafnverði þeirra að því er kemur fram á vefsíðunni Keldan. Samkvæmt þessu gerir markaðurinn ráð fyrir að þetta hlutfall muni endurheimtast upp í kröfur þrotabúsins.

Verð á þessum bréfum í Straumi hefur rokið upp að undanförnu en gengi þessara bréfa stóð í 26% í töluverðan tíma frá áramótum.

Gengi í skuldabréfum Landsbankans er nú komið í 8,5% af nafnverði en þau bréf hafa hækkað hlutfallslega mest frá áramótum þegar gengið stóð í 4%.

Gengi bréfa hjá Kaupþingi, Glitni og Icebank (Sparisjóðabankanum) hafa öll hækkað lítillega að undanförnu. Gengið hjá Kaupþingi er nú í 25,25%, hjá Glitni er það 26,25% og hjá Icebank er gert ráð fyrir 14% að því er kemur fram á Keldunni.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×