Kviknaði í tuskudýri út frá nýrri jólaseríu 8. desember 2010 06:30 Ljósaserían er af gerðinni Shining Blick og bræddi tuskudýrið og plastið í kringum perurnar. fréttablaðið/anton Sprenging í fjólublárri ljósaseríu sem keypt var í Húsasmiðjunni í Skútuvogi um helgina varð til þess að það kviknaði í tuskudýri tveggja ára stúlku. Serían var í sambandi á gólfi svefnherbergis stúlkunnar, Mínervu Geirdal Freysdóttur, sem var í fastasvefni þegar atvikið átti sér stað, um hálf tvö á mánudagsnótt. Jóhanna Geirdal, móðir stúlkunnar, segir seríuna ennþá hafa verið logandi þegar hún kom inn í herbergi dóttur sinnar, en hún varð vör við óvenju mikil læti í kettlingnum Loka, sem hljóp um íbúðina með miklum látum. Loki og Mínerva sofa saman í herbergi stúlkunnar og var kötturinn afar órólegur fyrir framan dyrnar. „Stelpan var vakandi í rúminu þegar ég kom inn og það tók á móti mér þessi hrikalega lykt,“ segir Jóhanna. „Þegar mér varð litið á seríuna var ennþá kveikt á henni og bangsinn stóð í ljósum logum upp við hana.“ Mínerva hefur líklega hent tuskudýrinu sínu á seríuna, sem gerði það að verkum að eldur braust út. Perustæðin höfðu bráðnað en ljósin héldust kveikt þar til Jóhanna tók snúruna úr sambandi. „Ég ætlaði fyrst að setja seríuna á jólatréð, sem er úr plasti. Það hefði verið skemmtilegur bruni,“ segir Jóhanna. Auður Auðunsdóttir, rekstrarstjóri Húsasmiðjunnar í Skútuvogi, segir að tegundin verði tekin strax úr sölu. „Við tökum þetta úr hillunum í einum grænum,“ segir hún. „Við fáum seríurnar hjá innlendum birgjum, en höfum einungis selt þetta í nokkrar vikur.“ Daníel Guðbrandsson, framkvæmdastjóri heildsölu Egilsson hf. sem er umboðsaðili fyrir Shining Blick-ljósaseríurnar hér á landi, hefur ekki heyrt um svona atvik áður. „Ég hef selt fleiri þúsund seríur úr þessari sendingu í mörg ár og ekki fengið neinar kvartanir til þess. En maður getur aldrei verið viss um að eitt eintak inn á milli geti ekki verið gallað,“ segir Daníel. sunna@frettabladid.is Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Sjá meira
Sprenging í fjólublárri ljósaseríu sem keypt var í Húsasmiðjunni í Skútuvogi um helgina varð til þess að það kviknaði í tuskudýri tveggja ára stúlku. Serían var í sambandi á gólfi svefnherbergis stúlkunnar, Mínervu Geirdal Freysdóttur, sem var í fastasvefni þegar atvikið átti sér stað, um hálf tvö á mánudagsnótt. Jóhanna Geirdal, móðir stúlkunnar, segir seríuna ennþá hafa verið logandi þegar hún kom inn í herbergi dóttur sinnar, en hún varð vör við óvenju mikil læti í kettlingnum Loka, sem hljóp um íbúðina með miklum látum. Loki og Mínerva sofa saman í herbergi stúlkunnar og var kötturinn afar órólegur fyrir framan dyrnar. „Stelpan var vakandi í rúminu þegar ég kom inn og það tók á móti mér þessi hrikalega lykt,“ segir Jóhanna. „Þegar mér varð litið á seríuna var ennþá kveikt á henni og bangsinn stóð í ljósum logum upp við hana.“ Mínerva hefur líklega hent tuskudýrinu sínu á seríuna, sem gerði það að verkum að eldur braust út. Perustæðin höfðu bráðnað en ljósin héldust kveikt þar til Jóhanna tók snúruna úr sambandi. „Ég ætlaði fyrst að setja seríuna á jólatréð, sem er úr plasti. Það hefði verið skemmtilegur bruni,“ segir Jóhanna. Auður Auðunsdóttir, rekstrarstjóri Húsasmiðjunnar í Skútuvogi, segir að tegundin verði tekin strax úr sölu. „Við tökum þetta úr hillunum í einum grænum,“ segir hún. „Við fáum seríurnar hjá innlendum birgjum, en höfum einungis selt þetta í nokkrar vikur.“ Daníel Guðbrandsson, framkvæmdastjóri heildsölu Egilsson hf. sem er umboðsaðili fyrir Shining Blick-ljósaseríurnar hér á landi, hefur ekki heyrt um svona atvik áður. „Ég hef selt fleiri þúsund seríur úr þessari sendingu í mörg ár og ekki fengið neinar kvartanir til þess. En maður getur aldrei verið viss um að eitt eintak inn á milli geti ekki verið gallað,“ segir Daníel. sunna@frettabladid.is
Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Sjá meira