Tillögum um eflingu heilsugæslunnar skilað 8. desember 2010 11:41 Guðbjartur Hannesson, heilbrigðisráðherra. Nefnd sem þáverandi heilbrigðisráðherra skipaði í mars síðastliðinn og átti að leita leiða til að efla heilsugæsluna í landinu hefur skilað af sér. Nefndin leggur meðal annars til að námstöðum í heimilislækningum verði fjölgað, sveigjanleg tilvísanaskylda verði tekin upp og forsendur skoðaðar fyrir flutningi verkefna heilsugæslunnar til sveitarfélaga. Í frétt á heimasíðu ráðuneytisins segir að núverandi heilbrigðisráðherra, Guðbjartur Hannesson, hafi ekki tekið afstöðu til tillagnanna en hann segir skýrsluna þó „mikilsvert innlegg í umræðuna".Nefndin leggur alls fram tíu tillögur: Tuttugu læknar verði teknir inn í sérnám í heimilislækningum ár hvert á næstu fimm árum. Nefndin telur að fjölgun á námsstöðum í heimilislækningum sé ein áhrifaríkasta leiðin til að draga úr læknaskorti og styrkja heilsugæsluna. Nefndin leggur einnig til að fjárhagslegt bolmagn og sjálfstæði sérnáms í heimilislækningum verði aukið og að sérnámið verði stytt og miðist frekar við marklýsingu en tiltekinn árafjölda eftir því sem það er mögulegt. Settar verði verklagsreglur til að stýra flæði sjúklinga frá einu þjónustustigi til annars og tryggja þannig samfellu í meðferð sjúklinga. Fólk leiti þá jafnan fyrst til heilsugæslunnar vegna heilsufarsvandamála sinna en jafnframt liggi fyrir reglur og verkferlar um hvert vísa skuli sjúklingum ef heilsugæslan getur ekki leyst úr vanda þeirra. Í verklagsreglum er mögulegt að skilgreina innra starf, teymisvinnu og samskipti við aðrar stofnanir og þætti heilbrigðiskerfisins. Nefndin leggur einnig til að á næstu þremur árum verði undirbúin innleiðing á sveigjanlegri tilvísanaskyldu en það er ein þeirra aðferða sem beitt er til þess að stuðla að skilvirkri verkaskiptingu í heilbrigðiskerfinu. Lagt er til að skoðaðar verði forsendur fyrir flutningi verkefna heilsugæslu til sveitarfélaganna innan næstu fimm ára. Einnig að heilsuverndarstarf verði eflt á landsvísu með áherslu á forvarnir, heilsuvernd og fræðslu til að fyrirbyggja sjúkdóma og stuðla að heilbrigðum lífsháttum. Þá er lagt til að Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins verði falin umsjón með heimaþjónustu ljósmæðra. Nefndin leggur til að samið verði við sjálfstætt starfandi heimilislækna á nýjum forsendum. Samningur sjálfstætt starfandi heimilislækna við heilbrigðisyfirvöld rennur út um næstu áramót en nú eru 12 sjálfstætt starfandi heimilislæknar í Reykjavík. Að mati nefndarinnar er eðlilegt í ljósi efnahagsástandsins að kjör þessara lækna verði færð til samræmis við það sem gerist innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Einnig sé eðlilegt að gera kröfu til þeirra um að sinna forvörnum og heilsuvernd í ríkara mæli en verið hefur. Lagt er til að komið verði á fót miðlægri skráningu þar sem hver sjúklingur er skráður hjá tilteknum heilsugæslulækni sem verður ábyrgur fyrir læknisþjónustu viðkomandi. Vegna skorts á heilsugæslulæknum verði þessu fyrirkomulagi komið á í áföngum. Loks leggur nefndin til að innleiðingu rafrænnar sjúkraskrár á landsvísu verði að fullu lokið innan þriggja ára. Samtenging sjúkraskráa er komin vel á veg en nefndin telur mikilvægt að ljúka því að tengja saman öll sjúkraskrár- og upplýsingakerfi innan heilbrigðiskerfisins í samræmi við öryggiskröfur. Með því megi tryggja meiri samfellu í meðhöndlun sjúklinga, draga úr tvíverknaði og endurtekningu á ónauðsynlegum rannsóknum. Tillögurnar má kynna sér í heild sinni hér. Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Sjá meira
Nefnd sem þáverandi heilbrigðisráðherra skipaði í mars síðastliðinn og átti að leita leiða til að efla heilsugæsluna í landinu hefur skilað af sér. Nefndin leggur meðal annars til að námstöðum í heimilislækningum verði fjölgað, sveigjanleg tilvísanaskylda verði tekin upp og forsendur skoðaðar fyrir flutningi verkefna heilsugæslunnar til sveitarfélaga. Í frétt á heimasíðu ráðuneytisins segir að núverandi heilbrigðisráðherra, Guðbjartur Hannesson, hafi ekki tekið afstöðu til tillagnanna en hann segir skýrsluna þó „mikilsvert innlegg í umræðuna".Nefndin leggur alls fram tíu tillögur: Tuttugu læknar verði teknir inn í sérnám í heimilislækningum ár hvert á næstu fimm árum. Nefndin telur að fjölgun á námsstöðum í heimilislækningum sé ein áhrifaríkasta leiðin til að draga úr læknaskorti og styrkja heilsugæsluna. Nefndin leggur einnig til að fjárhagslegt bolmagn og sjálfstæði sérnáms í heimilislækningum verði aukið og að sérnámið verði stytt og miðist frekar við marklýsingu en tiltekinn árafjölda eftir því sem það er mögulegt. Settar verði verklagsreglur til að stýra flæði sjúklinga frá einu þjónustustigi til annars og tryggja þannig samfellu í meðferð sjúklinga. Fólk leiti þá jafnan fyrst til heilsugæslunnar vegna heilsufarsvandamála sinna en jafnframt liggi fyrir reglur og verkferlar um hvert vísa skuli sjúklingum ef heilsugæslan getur ekki leyst úr vanda þeirra. Í verklagsreglum er mögulegt að skilgreina innra starf, teymisvinnu og samskipti við aðrar stofnanir og þætti heilbrigðiskerfisins. Nefndin leggur einnig til að á næstu þremur árum verði undirbúin innleiðing á sveigjanlegri tilvísanaskyldu en það er ein þeirra aðferða sem beitt er til þess að stuðla að skilvirkri verkaskiptingu í heilbrigðiskerfinu. Lagt er til að skoðaðar verði forsendur fyrir flutningi verkefna heilsugæslu til sveitarfélaganna innan næstu fimm ára. Einnig að heilsuverndarstarf verði eflt á landsvísu með áherslu á forvarnir, heilsuvernd og fræðslu til að fyrirbyggja sjúkdóma og stuðla að heilbrigðum lífsháttum. Þá er lagt til að Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins verði falin umsjón með heimaþjónustu ljósmæðra. Nefndin leggur til að samið verði við sjálfstætt starfandi heimilislækna á nýjum forsendum. Samningur sjálfstætt starfandi heimilislækna við heilbrigðisyfirvöld rennur út um næstu áramót en nú eru 12 sjálfstætt starfandi heimilislæknar í Reykjavík. Að mati nefndarinnar er eðlilegt í ljósi efnahagsástandsins að kjör þessara lækna verði færð til samræmis við það sem gerist innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Einnig sé eðlilegt að gera kröfu til þeirra um að sinna forvörnum og heilsuvernd í ríkara mæli en verið hefur. Lagt er til að komið verði á fót miðlægri skráningu þar sem hver sjúklingur er skráður hjá tilteknum heilsugæslulækni sem verður ábyrgur fyrir læknisþjónustu viðkomandi. Vegna skorts á heilsugæslulæknum verði þessu fyrirkomulagi komið á í áföngum. Loks leggur nefndin til að innleiðingu rafrænnar sjúkraskrár á landsvísu verði að fullu lokið innan þriggja ára. Samtenging sjúkraskráa er komin vel á veg en nefndin telur mikilvægt að ljúka því að tengja saman öll sjúkraskrár- og upplýsingakerfi innan heilbrigðiskerfisins í samræmi við öryggiskröfur. Með því megi tryggja meiri samfellu í meðhöndlun sjúklinga, draga úr tvíverknaði og endurtekningu á ónauðsynlegum rannsóknum. Tillögurnar má kynna sér í heild sinni hér.
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Sjá meira