Innlent

Búinn að fá nóg

Julio Cesar og Julio Daniel. Sá síðarnefndi þarf að yfirgefa fjölskyldu sína hér á landi fyrir áramót.
Julio Cesar og Julio Daniel. Sá síðarnefndi þarf að yfirgefa fjölskyldu sína hér á landi fyrir áramót.
„Sonur minn er búinn að fá nóg af öllu þessu veseni og vill nú bara fara heim,“ segir Julio Cesar Gutierrez, bóndi á Hávarsstöðum í Hvalfjarðarsveit.

Útlendingastofnun hefur synjað syni hans, Julio Daniel nítján ára, um dvalarleyfi. Feðgarnir ætla ekki að kæra úrskurðinn.

Eins og Fréttablaðið greindi frá hefur Daniel dvalið hjá föður sínum og fjölskyldu í eitt og hálft ár. Hann er fæddur og uppalinn í Úrúgvæ, þar sem móðir hans býr, og hefur hún forræði yfir honum. Á því byggir Útlendingastofnun synjun sína. „Þessi málarekstur hefur farið illa í son minn og hann er farið að langa heim núna.“ - jss



Fleiri fréttir

Sjá meira


×