Vítisenglar bjóða í jólahlaðborð - engir erlendir gestir í ár Valur Grettisson skrifar 8. desember 2010 14:02 Vítisengill. Vélhjólaklúbburinn MC Iceland, sem hefur sótt um inngöngu í Hells Angels og náð stöðunni prospect, hyggst halda jólahlaðborð næstu helgi í Hafnarfirðinum. Meðal annars verður boðið upp á London lamb og hangikjöt. Þá verður einnig boðið upp á kalt hlaðborð. Vísir hafði samband við meðlim klúbbsins sem staðfesti að engum erlendum gestum hefði verið sérstaklega boðið hingað til lands líkt og áður. Veisluhöld hjá vélhjólaklúbbnum hafa nefnilega oftar en einu sinni komist í fréttirnar vegna mikils viðbúnaðar lögreglunnar þeim tengdum auk þess sem erlendum meðlimum Vítisenglanna hefur ekki verið hleypt inn í landið í þeim tilgangi að sækja veislur klúbbsins. Vítisenglar frá þremur löndum hafa kært Útlendingastofnun til dómsmálaráðuneytis fyrir að hindra för þeirra til Íslands í mars á síðasta ári. Alls bárust á annan tug kæra frá vítisenglum í Danmörku, Finnlandi og Noregi. Nokkur þessara mála eru enn í farvegi. Ástæðan fyrir kærunum var sú að MC Iceland fagnaði afmæli sínu í mars 2009 og buðu þá fjölmörgum erlendum Vítisenglum. Yfirvöld hleyptu þeim hinsvegar ekki til landsins og fengu einhverjir þeirra að gista fangageymslur lögreglunnar á Suðurnesjum. Samkvæmt upplýsingum frá meðlimum MC Iceland, verður jólahlaðborðið um helgina fjölskylduvænt. Það hefst klukkan sjö á laugardaginn og er haldið á Gjáhellu í Hafnarfirði. Ríkislögreglustjóri hefur sagt opinberlega að embættið líti svo á að MC Iceland sé angi af skipulagðri glæpastarfsemi. Því hafa forsprakkar vélhjólaklúbbsins ávallt neitað. Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks Sjá meira
Vélhjólaklúbburinn MC Iceland, sem hefur sótt um inngöngu í Hells Angels og náð stöðunni prospect, hyggst halda jólahlaðborð næstu helgi í Hafnarfirðinum. Meðal annars verður boðið upp á London lamb og hangikjöt. Þá verður einnig boðið upp á kalt hlaðborð. Vísir hafði samband við meðlim klúbbsins sem staðfesti að engum erlendum gestum hefði verið sérstaklega boðið hingað til lands líkt og áður. Veisluhöld hjá vélhjólaklúbbnum hafa nefnilega oftar en einu sinni komist í fréttirnar vegna mikils viðbúnaðar lögreglunnar þeim tengdum auk þess sem erlendum meðlimum Vítisenglanna hefur ekki verið hleypt inn í landið í þeim tilgangi að sækja veislur klúbbsins. Vítisenglar frá þremur löndum hafa kært Útlendingastofnun til dómsmálaráðuneytis fyrir að hindra för þeirra til Íslands í mars á síðasta ári. Alls bárust á annan tug kæra frá vítisenglum í Danmörku, Finnlandi og Noregi. Nokkur þessara mála eru enn í farvegi. Ástæðan fyrir kærunum var sú að MC Iceland fagnaði afmæli sínu í mars 2009 og buðu þá fjölmörgum erlendum Vítisenglum. Yfirvöld hleyptu þeim hinsvegar ekki til landsins og fengu einhverjir þeirra að gista fangageymslur lögreglunnar á Suðurnesjum. Samkvæmt upplýsingum frá meðlimum MC Iceland, verður jólahlaðborðið um helgina fjölskylduvænt. Það hefst klukkan sjö á laugardaginn og er haldið á Gjáhellu í Hafnarfirði. Ríkislögreglustjóri hefur sagt opinberlega að embættið líti svo á að MC Iceland sé angi af skipulagðri glæpastarfsemi. Því hafa forsprakkar vélhjólaklúbbsins ávallt neitað.
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks Sjá meira