Innlent

Skýr heimild til að bjarga Sjóvá

Steingrímur J. Sigfússon
Steingrímur J. Sigfússon
Gagnrýni ríkisendur­skoðunar á aðkomu ríkisins að endurskipulagningu Sjóvár kemur á óvart segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra.

Ríkisendurskoðun telur óljóst hvaða lagaheimildir hafi verið stuðst við þegar ríkið lagði 11,6 milljarða króna í félagið í fyrra.

Steingrímur segir að þar sé stuðst við heimild í fjáraukalögum frá árinu 2008 og sams konar ákvæði í fjárlögum ársins 2009. Þá sé almenn heimild fyrir ríkið að tryggja mikilvæga hagsmuni, sem tvímælalaust hafi átt við í þessu tilviki. - bj



Fleiri fréttir

Sjá meira


×