Innlent

Hundrað hektarar brunnu við Höfn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Unnið var að því í meira en sólarhring að slökkva eldinn. Myndin er úr safni.
Unnið var að því í meira en sólarhring að slökkva eldinn. Myndin er úr safni.
Um hundrað hektarar af landi urðu sinubruna að bráð við Höfn í Hornafirði, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni þar. Eldurinn kviknaði laust eftir hádegi á sunnudag. Að mestu leyti var lokið við að slökkva hann um tíuleytið í gærkvöld en fylgst var með svæðinu fram á nótt.

„Það breytti um vindátt og mosinn var svolítið harðvítugur við okkur," segir lögreglumaður á vakt í samtali við Vísi. „Við vorum að verja eitt sumarhús og svo var sveitabær sem okkur leyst ekkert á að myndi koma inn í þetta," segir lögreglumaðurinn. Hann segir að um 20 manns hafi unnið að því að slökkva eldinn og haugsugur hafi verið fengnar hjá bændum í sveitinni til að bæta við vatni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×