Lífið

Elskar að svitna

Leikkonan Eva Green segir að fötin séu algjört aukaatriði þegar hún er í góðu formi.
Leikkonan Eva Green segir að fötin séu algjört aukaatriði þegar hún er í góðu formi.
Leikkonan Eva Green, sem sumir vilja meina að hafi verið ein áhugaverðasta Bond-gella sögunnar af því að hún hafði sérstakan persónuleika í myndinni Casino Royale, er hrifin af því að svitna.

Eva leggur sig fram við að vera í góðu líkamlegu formi. Hún viðurkennir að stundum nennir hún ekki í ræktina en þegar hún finnur hvernig líkaminn bregst við eftir átök er hún sannfærð um að æfingarnar gera henni gott.

„Þegar ég er í London mætir einkaþjálfarinn minn heim til mín og við lyftum lóðum og hreyfum okkur. Þá svitna ég mikið og líður mjög vel eftir á," sagði Eva.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.