Lífið

Ólafur biskup í hlandskálum

Myndum af fyrrverandi biskupi Íslands hefur verið komið fyrir í hlandskálunum á Sódómu. Fréttablaðið/Daníel
Myndum af fyrrverandi biskupi Íslands hefur verið komið fyrir í hlandskálunum á Sódómu. Fréttablaðið/Daníel
„Það tókst aldrei að dæma hann og okkur fannst það leiðinlegt. Þetta er okkar framlag í því máli," segir Össur Hafþórsson, einn af eigendum skemmtistaðarins Sódómu Reykjavík.

Myndum af biskupnum fyrrverandi, Ólafi Skúlasyni, hefur verið komið fyrir í hlandskálum Sódómu. Ástæðan er hneykslismálið tengt kynferðislegri misnotkun hans. „Við byrjuðum á því að setja mynd af honum í eina skál en það kom svo mikið af fyrirspurnum að við urðum að setja myndina í allar skálarnar. Þetta hefur vakið stormandi lukku og ég hef meira að segja séð nokkra kvenmenn fara þarna inn," segir Össur.

Í febrúar í fyrra greindi Fréttablaðið frá því að íslenskir karlmenn sem höfðu fengið sig fullsadda af útrásarvíkingunum gætu mætt á Sódómu og bókstaflega migið á þá eftir að myndum af þeim hafði verið komið fyrir í hlandskálunum. „Þeir eru komnir í pásu þangað til dómar liggja fyrir," segir Össur.

- fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×