Europe-stjóri aðstoðaði Noise 11. september 2010 10:00 Rokkararnir í Noise fengu góða hjálp við gerð þriðju plötu sinnar, Divided. Bandaríski upptökustjórinn Beau Hill lagði lokahönd á þriðju plötu rokksveitarinnar Noise sem kemur út á mánudaginn. Hann er þekktastur fyrir að hafa tekið upp plötur með Alice Cooper, Warrant og Europe og hafa þær útgáfur selst í hátt í fimmtíu milljónum eintaka. „Hann samdi víst brúna í The Final Countdown. Hann var að monta sig á því,“ segir Stefán Vilberg, bassaleikari Noise, og á þar við hinn ódauðlega slagara Europe. „Hann fann okkur á Myspace og fílaði Wicked-plötuna okkar sem við gáfum út 2006. Hann setti sig í samband við okkur og spurði hvort okkur vantaði aðstoð. Það endaði með því að við fengum hann til að „mastera“. Hann breikkaði „sándið“ á plötunni alveg um helming. Hann er mjög fær,“ segir Stefán. Hann bætir við að platan, sem heitir Divided, sé aðeins aðgengilegri en fyrri verk Noise og örlítið poppaðri. Stefán og bróðir hans Einar eru einu upprunalegu meðlimirnir í Noise sem eftir eru. Nýir meðlimir eru Egill Rafnsson og Arnar Grétarsson sem áður voru í Sign. Noise hefur spilað töluvert erlendis í gegnum árin, þar á meðal í Bretlandi, Hollandi og Belgíu. Á síðasta ári var sveitin tilnefnd til Pure Rock-verðlaunanna í Bretlandi sem besti nýliðinn. Fyrsta smáskífulagið af nýju plötunni, A Stab in the Dark, er komið í útvarpið, auk þess sem myndband við lagið er komið í loftið. Útgáfutónleikar eru svo fyrirhugaðir í byrjun október. - fb Mest lesið Fékk „karlrembu, transfóbíu og rasisma“ í flasið á skurðstofunni Lífið Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Lífið Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Lífið Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Catherine O'Hara er látin Lífið Fleiri fréttir Fékk „karlrembu, transfóbíu og rasisma“ í flasið á skurðstofunni Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Sjá meira
Bandaríski upptökustjórinn Beau Hill lagði lokahönd á þriðju plötu rokksveitarinnar Noise sem kemur út á mánudaginn. Hann er þekktastur fyrir að hafa tekið upp plötur með Alice Cooper, Warrant og Europe og hafa þær útgáfur selst í hátt í fimmtíu milljónum eintaka. „Hann samdi víst brúna í The Final Countdown. Hann var að monta sig á því,“ segir Stefán Vilberg, bassaleikari Noise, og á þar við hinn ódauðlega slagara Europe. „Hann fann okkur á Myspace og fílaði Wicked-plötuna okkar sem við gáfum út 2006. Hann setti sig í samband við okkur og spurði hvort okkur vantaði aðstoð. Það endaði með því að við fengum hann til að „mastera“. Hann breikkaði „sándið“ á plötunni alveg um helming. Hann er mjög fær,“ segir Stefán. Hann bætir við að platan, sem heitir Divided, sé aðeins aðgengilegri en fyrri verk Noise og örlítið poppaðri. Stefán og bróðir hans Einar eru einu upprunalegu meðlimirnir í Noise sem eftir eru. Nýir meðlimir eru Egill Rafnsson og Arnar Grétarsson sem áður voru í Sign. Noise hefur spilað töluvert erlendis í gegnum árin, þar á meðal í Bretlandi, Hollandi og Belgíu. Á síðasta ári var sveitin tilnefnd til Pure Rock-verðlaunanna í Bretlandi sem besti nýliðinn. Fyrsta smáskífulagið af nýju plötunni, A Stab in the Dark, er komið í útvarpið, auk þess sem myndband við lagið er komið í loftið. Útgáfutónleikar eru svo fyrirhugaðir í byrjun október. - fb
Mest lesið Fékk „karlrembu, transfóbíu og rasisma“ í flasið á skurðstofunni Lífið Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Lífið Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Lífið Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Catherine O'Hara er látin Lífið Fleiri fréttir Fékk „karlrembu, transfóbíu og rasisma“ í flasið á skurðstofunni Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Sjá meira