Erlent

Leita að 85 föngum

Umfangsmikil leit fer nú fram í Mexíkó að 85 föngum sem tókst að flýja úr fangelsi í norðurhluta landsins í gær. Yfirmaður fangelsismála á svæðinu segir að fangarnir hafi notað stiga til að komast yfir fangelsismúrana.

Um er að ræða fangelsi í borginni Reynosa sem er skammt frá landamærum Mexíkó og Texas í Bandaríkjunum. Fangelsið var byggt fyrir 400 fanga en undanfarin ár hafa um 1700 fangar varið hýstir í þar.

Meirihluta fanganna sem flúðu eru hættulegir glæpamenn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×